Hittu þingflokkinn á Hvolsvelli

Föstudaginn 22. febrúar kl. 17:30 verður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins með súpufund í félagsheimilinu Hvoli. Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að hitta alla þingmenn flokksins og ræða það sem skiptir máli.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar næstu vikur vítt og breytt um landið í öllum landsfjórðungum.

Hittumst á heimavelli. Allir hjartanlega velkomnir.