Gengið um allt land

Þann 18. ágúst nk. munum við sjálfstæðismenn ganga um allt land í einn klukkutíma milli kl. 12:00 og 13:00 í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Merktir vatnsbrúsar frá flokknum verða í boði á meðan birgðir endast. Á eftir göngu á hverjum stað er ætlunin að boðið verði upp á veitingar.

Göngurnar eru mismunandi og skipulagðar af fulltrúaráðunum á hverjum stað. Þær verða auglýstar hér á heimasíðunni þannig að allir geti tekið þátt, óháð því hvaðan af landinu fólk kemur. Hvetjum við þá sem verða á ferðalagi þessa helgi eindregið til að mæta í göngu í nágrenni við sig, hitta þar aðra flokksmenn og njóta samverunnar. Lagt er upp með að göngurnar verði léttar og þægilegar, henti fólki á öllum aldri og að öll fjölskyldan geti tekið þátt.