Gengið í Stykkishólmi

Í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins verður efnt til fjölskyldugöngu í Stykkishólmi sunnudaginn 18. ágúst nk.

Safnast verður saman við Eldfjallasafnið kl. 11 og gengið um bæinn undir leiðsögn. Staldrað verður við nokkur kennileiti og farið yfir sögu þeirra.

Í lok göngu verður boðið upp á kaffi í Freyjulundi.

Allir velkomnir.