Fundur um samgöngur, friðlýsingar og þjóðgarða

Boðað er til opins fundar í Aratungu, miðvikudaginn 9. október, kl. 19.30 um samgöngumál, friðlýsingar og þjóðgarða.

Um er að ræða nokkur af stóru málunum á þingi í vetur sem m.a. brenna á Sunnlendingum.

Frummælendur eru Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Jón Gunnarsson ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður og Vilhjálmur Árnason alþingismaður.

Allir velkomnir!