Aðalfundur Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

Aðalfundur Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 5. desember n.k. kl. 17:00 í Valhöll.

Dagskrá fundarins:

 1. Ávarp: Jón Karl Ólafsson, formaður Varðar.
 2. Venjuleg aðalfundarstörf
 3. Lagabreytingar
  1. Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð Varðar:
   1. Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsgrein (4. mgr): Stjórn Fulltrúaráðsins skal vera stjórnum sjálfstæðisfélaganna innan handar við rekstur og skipulag þeirra. Óski stjórnir tveggja eða fleiri sjálfstæðisfélaga eftir því að fá að sameina starfsemi viðkomandi sjálfstæðisfélaga, þá skal stjórn Fulltrúaráðsins taka fyrirhugaða sameiningu til umræðu á fundi sínum og veita stjórnum viðkomandi sjálfstæðisfélaga alla nauðsynlega ráðleggingu og aðstoð við undirbúning hins fyrirhugaða samruna. Þegar endanleg drög að samruna liggja fyrir skal stjórn Fulltrúaráðsins, í samvinnu við stjórnir viðkomandi sjálfstæðisfélaga, sjá um að kynna þau fyrir félagsmönnum viðkomandi sjálfstæðisfélaga. Áður en samruni gengur eftir skal hann borinn undir og samþykktur á aðalfundum allra þeirra félaga sem að honum koma. Hljóti fyrirhugaður samruni samþykkt allra viðkomandi sjálfstæðisfélaga þá skal hann í kjölfarið borinn undir stjórn Fulltrúaráðsins til staðfestingar.   
   2. Við 1.  tl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi a-liður: Varaformenn sjálfstæðisfélaga sem eiga 150 fulltrúa í Fulltrúaráðinu skulu eiga sæti í stjórn Varðar, samhliða formönnum viðkomandi félaga. Í forföllum þeirra koma gjaldkerar félaganna í þeirra stað. 
   3. Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsgrein (3. mgr):  Stjórn Fulltrúaráðsins skipar sér framkvæmdastjórn. Skulu formaður, framkvæmdastjóri, kjörnir stjórnarmenn og tveir formenn sjálfstæðisfélaganna sem kjörnir skulu af stjórn Fulltrúaráðsins, mynda framkvæmdastjórn Fulltrúaráðsins. Í þeim tilfellum þar sem fulltrúi í framkvæmdastjórn missir kjörgengi sitt í stjórn Fulltrúaráðsins skal stjórn þess kjósa í hans stað nýjan fulltrúa í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórn fulltrúaráðsins undirbýr stjórnarfundi, annast almenn verkefni á milli stjórnarfunda og með önnur þau verkefni sem henni eru falin af stjórn Fulltrúaráðsins.
 4. Önnur mál

Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Skriflegum framboðum til stjórnar skal skilað til framkvæmdastjóra Varðar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið skuli@xd.is, fyrir kl. 16:00, mánudaginn 2. desember, þremur dögum fyrir aðalfund.

Kjörgengir eru allir meðlimir fulltrúaráðsins.

Athugið að seturétt á fundinum hafa eingöngu fulltrúar í fulltrúaráðinu.

Stjórnin.