Aðalfundur Landssambands sjálfstæðiskvenna

📅 23. júní 2022 0:00

'}}
Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna boðar til aðalfundar fimmtudaginn 23. júní 2022 klukkan 17:30 í Valhöll.

Dagskrá fundarins:

  • Skýrsla stjórnar: Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna
  • Reikningar starfstímabilisins lagðir fram til samþykktar
  • Kosning formanns til tveggja ára
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Kjörnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur verið skipuð og hún mun fara yfir umsóknir og leggja tillögu fram til samþykktar á fundinum.

Áhugasömum konum sem vilja taka sæti í stjórn landssambandsins er bent á að senda póst á ls@xd.is fyrir lok fimmtudags 16. júní 2022.

Kjörgengar eru allar konur sem skráðar eru í aðildarfélög Sjálfstæðisflokksins.

Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna