90 mínútur: Hvort er skjátími barna góður eða slæmur?

90 mínútur: Hvort er skjátími barna góður eða slæmur?

 

Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20 í Vahöll. Við ætlum að ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Hvenær er tölvutími kominn yfir hættumörk?

 

Við höfum fengið þrjá góða gesti til að flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátími barna.

 

Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi, mun tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi.

 

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði, mun fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir.

 

Fundarstjóri verður Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og varamaður í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna.