Suðurkjördæmi frá Reykjanesi austur í Hvalnesskriður. Í kjördæminu eru 10 þingmenn, þar af 1 uppbótaþingmaður. Í kjördæminu eru eftirtalin sveitarfélög: Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 7.296 atkvæði í alþingiskosningunum 2021 og er stærsti stjórnmálaflokkurinn í kjördæminu með 24,4% atkvæða og þrjá þingmenn kjörna en auk þess gekk Birgir Þórarinsson til liðs við þingflokkinn á kjörtímabilinu.
Þingmenn kjördæmisins: