Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi nær frá Hvalfirði að Skagafirði. Í kjördæminu eru 8 alþingismenn, þar af 1 uppbótaþingmaður. Til norðvesturkjördæmis teljast eftirtalin sveitarfélög: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 3.897 atkvæði í alþingiskosningunum 2021 í kjördæminu með 22,6% atkvæða og tvo þingmenn.

Þingmenn kjördæmisins:

 

Haraldur Benediktsson var kjörinn á þing í kosningunum 2021 en baðst lausnar og lét af þingmennsku 1. maí 2023 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra Akraness. Teitur Björn Einarsson tók sæti í hans stað sama dag.