Seturéttur á flokksráðs- og formannafundi 2019

Í Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er mælt fyrir um hverjir eigi aðild að flokksráði Sjálfstæðisflokksins skv. 11. og 12. grein.

11. gr. Skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins:

Sjálfkjörnir í flokksráð eru:

a. Formaður flokksins sem jafnframt er formaður flokksráðs.
b. Varaformaður flokksins, ritari, miðstjórn, framkvæmdastjórn, fjármálaráð, upplýsingaog fræðslunefnd, laganefnd, stjórn sveitarstjórnaráðs og fastráðnir starfsmenn
flokksins.
c. Formenn og meðstjórnendur málefnanefnda flokksins, sbr. 45. gr.
d. Alþingismenn og frambjóðendur í aðalsætum á framboðslista flokksins við
alþingiskosningar hverju sinni.
e. Sveitarstjórnarmenn og frambjóðendur í aðalsætum á framboðslista flokksins við
sveitarstjórnarkosningar hverju sinni.
f. Stjórnir kjördæmisráða
g. Formenn fulltrúaráða og sjálfstæðisfélaga.
h. Fyrrverandi kjörnir alþingismenn flokksins sem eru flokksbundnir, fyrrverandi
framkvæmdastjórar flokksins, fyrrverandi starfsmenn flokksins með yfir tíu ára
starfsaldur hjá flokknum og fyrrverandi kjörnir sveitarstjórnarmenn flokksins sem
gegndu embættinu samtals í tólf ár eða lengur.

12. gr. Skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins:

Kjördæmisráð kjósa árlega á aðalfundi í flokksráð einn fulltrúa fyrir hverja þúsund kjósendur Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum í því kjördæmi og helmingsbrot þeirrar tölu eða meira. Fulltrúatala kjördæmis skal þó aldrei vera lægri en nemur heildartölu kjörinna fulltrúa í kjördæminu. Landssambönd innan vébanda flokksins kjósa hvert um sig 8 menn í flokksráð og að auki einn fulltrúa fyrir hvert þúsund félaga og helmingsbrot þeirrar tölu eða meira. Kjördæmisráð og landssamtök kjósa varamenn í flokksráð, jafnmarga og aðalmenn og má við kjör varamanns ákveða hvers varamaður hann sé.