Húsnæðismál

Húsnæðismál

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum um leið og stuðla þarf að hagkvæmum úrræðum á leigumarkaði.

Miklu máli skiptir að aðgerðir hins opinbera á sviði húsnæðismála stuðli að nægu framboði húsnæðis svo sem með auknu framboði byggingalóða. Auðvelda þarf ungu fólki að eignast eigið íbúðarhúsnæði en einnig stuðla að því að myndast geti virkur leigumarkaður eins og þekkist víða  í nágrannalöndum. Þannig verður til valkostur og valfrelsi enda vill Sjálfstæðisflokkurinn tryggja frelsi einstaklingsins til að ákveða ráðstöfun sinna fjármuna.

Byggt á sjá ályktun velferðarnefndar á 44. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2022.