Í pólitískum skotgröfum læra menn ekkert

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Freist­ing­in er greini­lega of mik­il. Ef hægt er að fella póli­tísk­ar keil­ur verður það létt­vægt í hug­um sumra hvort um leið sé grafið und­an ís­lensk­um dóm­stól­um. Í stað yf­ir­vegaðrar umræðu um hvort og hvaða áhrif dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu [MDE] í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kallaða, hef­ur á skip­an dóm­stóla hér á landi, er farið í póli­tísk­ar skot­graf­ir. Þetta er miður og geng­ur gegn hags­mun­um ís­lensks al­menn­ings og veik­ir þær und­ir­stöður sem rétt­ar­kerfið bygg­ir á. Sé uppi réttaró­vissa verður henni ekki eytt í skot­gröf­um.

Dag­inn eft­ir að niðurstaða MDE var kynnt ákvað Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra að stíga til hliðar. Með því vildi hún skapa vinnufrið svo hægt sé að taka nauðsyn­leg­ar ákv­arðanir inn­an dóms­málaráðuneyt­is­ins án þess að per­sóna henn­ar hefði þar trufl­andi áhrif. Í sam­tali við mbl.is sagði Sig­ríður að ákvörðun um að láta af embætti tæki mið af hinum póli­tíska veru­leika, en ekki þeim lög­fræðilega:

„Þetta er hinn póli­tíski veru­leiki. Ég ann dóm­stól­un­um of mikið til þess að láta það ger­ast að menn kunni að hengja sig á það að ég hafi haft aðkomu að þeim ákvörðunum sem þar verða tekn­ar.“

Ákvörðun Sig­ríðar var skyn­sam­leg og merki um styrk henn­ar sem stjórn­mála­manns. Niðurstaða meiri­hluta MDE bein­ist ekki aðeins að stjórn­sýslu Sig­ríðar And­er­sen held­ur er hún einnig gagn­rýni á Alþingi og Hæsta­rétt Íslands. Lukk­uridd­ar­arn­ir hafa hins veg­ar haldið áfram að grafa sín­ar skot­graf­ir.

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og þingmaður VG, hef­ur áhyggj­ur af því hvernig brugðist er við niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, sem var klof­inn í af­stöðu sinni. Í pistli á heimasíðu sinni skrif­ar hann meðal ann­ars:

„Það sem er verst, eða öllu held­ur mest ástæða til að hafa áhyggj­ur af, eru al­menn viðbrögð inn­an þings sem utan og ekki síst í ís­lensk­um fjöl­miðlum eft­ir dóm­inn. Þar er tek­in afstaða í óhugn­an­lega rík­um mæli eft­ir flokk­spóli­tísk­um lín­um.“

Það er eðli­legt að Ögmund­ur velti því fyr­ir sér hvort „hinir málglöðustu og dóm­hörðustu þeirra á meðal haf[i] lesið dómsniður­stöðuna og ígrundað hana og þá ekki bara meiri­hluta­álitið held­ur og ekki síður minni­hluta­álitið?“

Fjög­ur atriði

Hér verður Lands­rétt­ar­málið ekki rakið enda ekki til þess rúm. En fernt er rétt að hafa í huga þegar því er haldið fram að niðurstaða MDE skapi réttaró­vissu hér á landi:

1. Sam­kvæmt 61. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar verður dómur­um „ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir held­ur flutt­ir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stend­ur á, að verið er að koma nýrri skip­un á dóm­stól­ana“.

Aug­ljóst er hvers vegna þessi regla er sett í stjórn­ar­skrá. Með henni er verið að tryggja að dóm­ar­ar séu sjálf­stæðir og öll­um óháðir í störf­um sín­um enda skulu dóm­end­ur „fara ein­ung­is að lög­um“.

2. Í 2. gr. laga um mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu (62/​1994) seg­ir orðrétt: „Úrlausn­ir mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu, mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og ráðherra­nefnd­ar Evr­ópuráðsins eru ekki bind­andi að ís­lensk­um lands­rétti.“

3. Hæstirétt­ur Íslands hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að ann­mark­ar hafi verið á vinnu­brögðum dóms­málaráðherra og Alþing­is við skip­an dóm­ara við nýj­an Lands­rétt árið 2017. Þess­ir ann­mark­ar hafi hins veg­ar ekki áhrif á skip­an dóm­ar­anna sem all­ir full­nægðu skil­yrðum laga um hæfis­skil­yrði dóm­ara við Lands­rétt, þar á meðal „að telj­ast hæf til að gegna þeim í ljósi starfs­fer­ils og lög­fræðilegr­ar þekk­ing­ar“. Frá þeim tíma sem for­seti und­ir­ritaði skip­un­ar­bréf þeirra í júní 2017 „hafa þess­ir dóm­ar­ar notið þeirr­ar stöðu sam­kvæmt 61. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar að þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi“.

All­ir dóm­ar­ar sem skipaðir voru í Lands­rétt voru tald­ir hæf­ir til að gegna embætti dóm­ara, af hæfn­is­nefnd.

4. Ísland hef­ur ekki af­salað sér dómsvaldi til er­lendra aðila.

Þegar öll þessi atriði eru höfð í huga er mér ómögu­legt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að réttaró­vissa sé í land­inu eða efa­semd­ir séu um gildi þeirra dóma sem Lands­rétt­ur hef­ur kveðið upp. Skipt­ir engu hvaða dóm­ar­ar komu að máli. Ég ótt­ast að önn­ur sjón­ar­mið en þau sem byggj­ast á lög­um, liggi að baki þegar reynt er að skapa óróa og óvissu um rétt­ar­kerfið.

Breyt­ir engu um stöðu dóm­ara

Davíð Þór Björg­vins­son er dóm­ari við Lands­rétt en var áður dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Í júlí á síðasta ári skrifaði hann ít­ar­lega grein um Lands­rétt­ar­málið og hvaða hugs­an­leg áhrif niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins hefði á ís­lensk­an rétt. Niðurstaðan hans var skýr og af­drátt­ar­laus:

„Þá breyt­ir áfell­is­dóm­ur, ef svo fer, engu um að dóm­ur­inn yfir G stend­ur óhaggaður, enda er MDE ekki áfrýj­un­ar­dóm­stóll sem get­ur fellt dóma dóm­stóla ríkja úr gildi. Sá dóm­ur stend­ur nema mál G verði end­urupp­tekið eft­ir þeim regl­um sem gilda á Íslandi um end­urupp­töku mála. Þá hef­ur áfelli á hend­ur ís­lenska rík­inu ekki þau áhrif að úr gildi falli all­ir dóm­ar sem þeir dóm­ar­ar, sem ráðherra setti á list­ann í trássi við álit dóm­nefnd­ar, hafa átt þátt í að kveða upp. Munu all­ir þessi dóm­ar standa óhaggaðir eft­ir sem áður, nema mál­in verði end­urupp­tek­in.“

Þá bend­ir Davíð Þór á að áfell­is­dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins geti í engu breytt því að þeir fjór­ir dóm­ar­ar sem ráðherra gerði til­lögu um, eru áfram skipaðir „dóm­ar­ar við Lands­rétt og við þeim verður ekki haggað nema með dómi í máli sem ís­lenska ríkið höfðar gegn þeim“ í sam­ræmi við 61. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar:

„Vand­séð er aft­ur á móti á hvaða grund­velli það yrði gert, því þeir ein­stak­ling­ar sem þess­um embætt­um gegna hafa ekki annað af sér gert en að sækja um embætti sem for­seti Íslands skipaði þá að lok­um til að gegna. Þá gef­ur fram­ganga þeirra í starfi hingað til ekk­ert til­efni til máls­höfðunar gegn þeim.“

Lær­dóm­ur

Ekki verður hjá því kom­ist að skjóta niður­stöðu MDE til efri deild­ar rétt­ar­ins. Það væri ábyrgðarlaust að gera það ekki.

Það er skýrt í ís­lensk­um lög­um að dóm­ar MDE eru „ekki bind­andi að ís­lensk­um lands­rétti“, enda höf­um við ekki fram­selt dómsvaldið til annarra landa eða yfirþjóðlegra stofn­ana. Slíkt framsal geng­ur gegn stjórn­ar­skrá og þar með full­veld­is­rétti Íslands. Meiri­hluti MDE hef­ur í reynd gert til­raun til að ýta rétt­bær­um – lög­leg­um – hand­höf­um rík­is­valds­ins á Íslandi til hliðar, allt frá ráðherra, til Alþing­is, frá for­seta lýðveld­is­ins til Hæsta­rétt­ar.

Hvort sem tekið er und­ir efn­is­lega niður­stöðu meiri­hluta MDE eða ekki, hljóta all­ir að standa vörð um sjálf­stæði ís­lenskra dóm­stóla og full­veldi lands­ins. Standi hins veg­ar vilji til þess að fram­selja æðsta vald um fram­kvæmd laga og rétt­ar til MDE eða annarra yfirþjóðlegra stofn­ana, verður ekki aðeins að breyta lög­um held­ur stjórn­ar­skrá. Hug­mynd­ir um full­veldi verða sett­ar til hliðar. Gegn slík­um hug­mynd­um mun ég alltaf berj­ast.

Óháð niður­stöðu efri deild­ar – taki hún málið á annað borð til efn­is­legr­ar meðferðar – er rétt og skylt að end­ur­skoða allt vinnu­lag við skip­an dóm­ara. Það verður ger­ast af yf­ir­veg­un til að eyða tor­tryggni og styrkja alla um­gjörð ís­lenskra dóm­stóla.

Ég hef og er enn sann­færður um að eng­in frjáls þjóð geti af­hent ör­fá­um ein­stak­ling­um vald til að skipa dóm­ara og skipt­ir engu hvort um er að ræða héraðsdóm, Lands­rétt eða Hæsta­rétt. Allra síst get­ur slíkt vald verið í hönd­um fá­menns hóps sem er ábyrgðarlaus af gjörðum sín­um og ákvörðunum. Þessi sann­fær­ing mín breyt­ir engu um að ég eins og aðrir, lærðir og leikn­ir, verð að hafa burði til að draga lær­dóm af reynsl­unni.

Við Ögmund­ur Jónas­son erum ekki sam­stiga í mörgu en við erum sam­mála um að all­ir sem „komið hafa að þessu ferli þurfi að draga sína lær­dóma“: Fram­kvæmda­valdið, lög­gjaf­ar­valdið, dómsvaldið, sér­fræðing­ar og hæfis­nefnd­ir. Slík­an lær­dóm er hins veg­ar ekki að finna í póli­tísk­um skot­gröf­um og for­ar­pytt­um.

Í pólitískum skotgröfum læra menn ekkert