„Ég mun fella úr gildi öll dval­ar­leyfi þeirra sem styðja eða hafa samúð með Ham­as. Við mun­um út­hýsa þeim úr há­skól­un­um, bæj­um og borg­um. Við mun­um reka þá úr landi.“ Þetta sagði Don­ald Trump í ný­legri fram­boðsræðu fyr­ir for­val Re­públi­kana­flokks­ins fyr­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar í nóv­em­ber. Þetta er eitt af kosn­ingalof­orðum Trumps. Þeir sem styðja Ham­as-sam­tök­in verða rekn­ir frá Banda­ríkj­un­um, verði Trump for­seti. Ákveðins sam­hljóms gæt­ir milli um­mæla Trumps og reglu­gerðar Evr­ópu­sam­bands­ins frá 19. janú­ar sl. sem ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur staðfest fyr­ir Íslands hönd.

Árið 2001 setti Evr­ópu­sam­bandið hernaðar­arm Ham­as-sam­tak­anna og sam­tök­in Palestínskt íslamskt Ji­had á lista sam­bands­ins yfir hryðju­verka­hópa. Árið 2003 setti Evr­ópu­sam­bandið síðan Ham­as-sam­tök­in, þ.m.t. hinn póli­tíska arm þess, á lista yfir hryðju­verka­hópa. Íslensk stjórn­völd fylgja Evr­ópu­sam­band­inu í þess­um efn­um og skil­greina Ham­as-sam­tök­in sem hryðju­verka­sam­tök. Það varðar allt að sex ára fang­elsi sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um að liðsinna hryðju­verka­sam­tök­um í orði eða verki.

Í reglu­gerð ut­an­rík­is­ráðherra nr. 290/​2024 um aðgerðir gegn hryðju­verk­a­starf­semi seg­ir að þeir sem styðja of­beld­is­verk Ham­as-sam­tak­anna og Palestínskt íslamskt Ji­had skuli sæta þving­un­araðgerðum.

Óheim­ilt að hleypa stuðnings­mönn­um Ham­as inn í landið

Í fylgiskjali með reglu­gerðinni kem­ur fram að þann 19. janú­ar sl. samþykkti leiðtogaráð ESB eft­ir­far­andi: „…aðild­ar­ríki skuli gera nauðsyn­leg­ar ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir að inn á yf­ir­ráðasvæði þeirra komi eða um þau fari ein­stak­ling­ar, sem eiga aðild að, eru í vitorði um, styðja efn­is­lega eða fjár­hags­lega, Ham­as-sam­tök­in, sam­tök­in Palestínskt íslamskt Ji­had og hópa sem verða til út frá þeim“. Ísland er bundið þess­um regl­um í reglu­gerð ut­an­rík­is­ráðherra, sem er sett með heim­ild í lög­um um fram­kvæmd alþjóðlegra þving­un­araðgerða nr. 68/​2023. Regl­urn­ar gera einnig ráð fyr­ir því að frysta skuli eig­ur ein­stak­linga, hópa, stofn­ana og lögaðila sem styðja Ham­as. Ísland er því skuld­bundið til að hleypa ekki stuðnings­mönn­um Ham­as inn í landið.

Á Íslandi eru Palestínu­menn bú­sett­ir sem hafa sagt op­in­ber­lega, m.a. á inn­lendri sjón­varps­stöð, að þeir styðji Ham­as-sam­tök­in. Á sam­fé­lags­miðlum hafa þeir stutt Ham­as og fagnað hryðju­verka­árás­inni á Ísra­el 7. októ­ber sl. Í þess­um um­mæl­um felst efn­is­leg­ur stuðning­ur við Ham­as-sam­tök­in. Lagt er bann við slík­um stuðningi í til­vitnaðri reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins, sem öðlast hef­ur gildi hér á landi, eins og áður seg­ir. Fyrr­nefnd reglu­gerð kveður skýrt á um að slík­um aðilum beri að vísa úr landi. Ef Útlend­inga­stofn­un fær vitn­eskju um að ein­stak­ling­ur sem styður Ham­as-sam­tök­in hafi óskað eft­ir hæli hér á landi ber stofn­un­inni að upp­lýsa dóms­málaráðuneytið um slíkt. Reglu­gerðin er skýr um af­leiðing­ar þessa. Dan­ir ákæra þá sem lýsa yfir stuðningi við Ham­as-ill­virk­in.

Bak­grunns­rann­sókn­ir nauðsyn­leg­ar

Of­an­greind­ar regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins hafa í för með sér að stjórn­völd verða að gera bak­grunns­rann­sókn á öll­um þeim sem sækja um hæli á Íslandi og koma frá svæðum þar sem Ham­as hef­ur starf­semi. Má þar nefna Gasa, Vest­ur­bakk­ann, Doha, Kat­ar, Egypta­land og flótta­manna­búðir í Líb­anon. Komi í ljós að viðkom­andi styðji Ham­as-sam­tök­in í orði eða verki skal meina hon­um um land­vist. Hér er að sjálf­sögðu ekki verið að horfa til barna.

Er ekki ör­ugg­lega verið að fram­fylgja reglu­gerð ut­an­rík­is­ráðherra um aðgerðir gegn hryðju­verk­a­starf­semi?

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. mars 2024.