Umburðarlyndi á í vök að verjast

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Sundr­ung og skaut­un vest­rænna sam­fé­laga er ógn sem fæst­ir virðast leiða hug­ann að. Umb­urðarlyndi á raun­veru­lega í vök að verj­ast. Óþol gagn­vart þeim sem eru á ann­arri skoðun vex, friðleysi og for­dóm­ar sundra og grafa und­an lýðræði. Eitrið seytl­ar um æðar há­skóla­sam­fé­laga, sem áður voru brjóst­vörn frjálsra skoðana­skipta.

Í banda­rísk­um há­skól­um hafa fræðimenn verið flæmd­ir úr starfi. Skipu­lega er komið í veg fyr­ir opna og frjálsa umræðu. Há­skól­arn­ir eru hægt og bít­andi að hneppa sjálfa sig í spennitreyju rétt­hugs­un­ar. Skaut­un sam­fé­lags­ins birt­ist í áhrifa­mikl­um fjöl­miðlum sem er fyr­ir­munað að fjalla af yf­ir­veg­un og sann­girni um mik­il­væg sam­fé­lags­leg mál­efni. Hér á Íslandi hef­ur Rík­is­út­varpið verið að breyt­ast í kirkju­deild póli­tísks rétt­trúnaðar þar sem hlut­leysi er fórn­ar­lambið en skatt­greiðend­ur eru neydd­ir til að borga reikn­ing­inn.

Með skipu­leg­um hætti er kynt und­ir óþoli og virðing­ar­leysi gagn­vart ólík­um skoðunum. Í stað rök­ræðunn­ar er reynt að kæfa and­stæð sjón­ar­mið. Dóm­ar eru felld­ir yfir mönn­um og mál­efn­um. Ofsi og sví­v­irðing­ar þykja rétt­læt­an­leg­ar til að þagga niður í rödd­um sem ekki eru í takt við rétt­trúnaðinn.

Ógn­an­ir og sví­v­irðing­ar

Í and­rúms­lofti sem hef­ur fengið að grafa um sig á síðustu árum ætti það kannski ekki að koma á óvart að ung­lings­stúlk­um finn­ist það eðli­legt og nauðsyn­legt að út­búa mynd­band og birta á sam­fé­lags­miðlum, þar sem þær pissa utan í vegg á heim­ili stjórn­mála­manns, sem er þeim ekki þókn­an­leg­ur. Og þær láta per­sónu­leg­ar sví­v­irðing­ar fylgja.

Og því miður er það að verða hluti af veru­leika kjark­mik­illa stjórn­mála­manna – ekki síst kvenna – að sæta ógn­un­um. Á mánu­dag réðst karl­maður að Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­konu Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar sem hún var að yf­ir­gefa Alþingi á bíl sín­um. Kastaði klaka í bíl­inn og jós fúkyrðum yfir þing­kon­una.

At­lag­an að Diljá Mist er því miður ekki eina dæmið um hvernig ógn­un­um er beitt í stað rök­ræðu og virðing­ar fyr­ir and­stæðum sjón­ar­miðum.

Ég hef áður reynt að vara við þeirri hættu sem frjáls sam­fé­lög standa frammi fyr­ir þegar umb­urðarlyndi er fórnað á alt­ari rétt­hugs­un­ar og slauf­un­ar. Lýðræðið hvíl­ir á mörg­um horn­stein­um. Mál­frelsi þar sem ólík­ar skoðanir tak­ast á er einn þess­ara steina. Með lög­um og stjórn­ar­skrá er rétt­ur hvers og eins tryggður til að láta skoðanir sín­ar í ljós, án þess að eiga það á hættu að vera refsað. En mál­frelsið veit­ir eng­um rétt til að sví­v­irða sam­borg­ara eða koma í veg fyr­ir að sjón­ar­mið þeirra heyr­ist með há­reysti og for­mæl­ing­um.

Grafið und­an mál­frelsi

Í grein sem birt­ist á þess­um stað í sept­em­ber 2020 hélt ég því fram að á síðustu árum hefði sjálfs­mynda­stjórn­mál orðið stöðugt áhrifa­meiri á Vest­ur­lönd­um. Í stað al­mennr­ar hug­mynda­fræði, s.s. um rétt­indi ein­stak­linga, hlut­verk rík­is­ins og stjórn­skip­an, snér­ust stjórn­mál sjálfs­mynda um þjóðfé­lags­stöðu, kynþætti, kyn­hneigð, trú­ar­brögðum o.s.frv.:

„Frelsi krefst mik­ils af borg­ur­un­um. Sjálfs­mynda­stjórn­mál mynda hins veg­ar far­veg fyr­ir kröf­ur á sam­borg­ar­ana. Ýta und­ir trúna á að sam­fé­lagið skuli skipu­lagt af hinum rétt­sýnu. Til að ná mark­miðinu er nauðsyn­legt að póli­tísk holl­usta bygg­ist á gremju, kvört­un­um og dylgj­um í garð annarra. Þeir sem ekki taka und­ir eru skil­greind­ir sem fjand­menn og kúg­ar­ar sem verði að þagga niður í. Að hver og einn leiti að innri styrk­leika til að lifa far­sælu lífi, er fyr­ir­lit­legt.

Sjálfs­mynda­stjórn­mál ganga á hólm við frjáls og opin sam­fé­lög sem um­bera ekki aðeins ólík sjón­ar­mið og skoðanir held­ur hvet­ur til rök­ræðna – mynda öfl­ugt skjól fyr­ir dýna­míska umræðu og skoðana­skipti ekki síst í há­skól­um og fjöl­miðlum.“

Sjálfs­mynda­stjórn­mál grafa und­an mál­frelsi, rök­ræðum og and­ófi. Í Banda­ríkj­un­um hef­ur menn­ing rit­skoðunar og slauf­un­ar náð að festa ræt­ur. Varn­ar­virki frjálsra skoðana­skipta – há­skól­ar og fjöl­miðlar – eru að breyt­ast í eins kon­ar víg­velli þar sem „rang­ar“ skoðanir eru barðar niður. Þannig er reynt að taka gildi lýðræðis úr sam­bandi. Ég ótt­ast að svipuð þróun sé að eiga sér stað víða í Evr­ópu og einnig hér á landi. Umb­urðarlyndi, hóf­semd og virðing eru að láta und­an gagn­vart öfg­um og ógn­un­um.

Sjálfsþögg­un

Ef ekki er spyrnt við fót­um verður gagn­rýn­in op­in­ber umræða brot­in niður – fræðimenn jafnt sem aðrir forðast að taka til máls. Beita sig sjálfsþögg­un til að sleppa við sví­v­irðing­ar og til að verja friðhelgi sinna nán­ustu. Og þannig moln­ar hægt en ör­ugg­lega und­an frels­inu og við tek­ur ok hins ósýni­lega valds sjálfs­mynda­stjórn­mála sem kynd­ir und­ir átök­um og sundr­ungu. Stjórn­lyndi hef­ur alltaf kunnað illa við að leitað sé svara við áleitn­um spurn­ing­um og þolir ekki gagn­rýni. Þögg­un er áhrifa­ríkt valda­tæki póli­tískr­ar rétt­hugs­un­ar sem beitt er gegn fjöl­breyti­leika mann­lífs og skoðana. Ef þögg­un­in dug­ar ekki, er alið á andúð og tor­tryggni í garð þeirra sem ekki eru þókn­an­leg­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. febrúar 2024.