Orkuskortur vinnur gegn orkuskiptum

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs­ins bygg­ist á nokkr­um stoðum. Skipu­lag raf­orku­mála er ein þeirra mik­il­væg­ustu. Raf­orku­ör­yggi – trygg nægj­an­leg orka – er for­senda at­vinnu- og verðmæta­sköp­un­ar og þar með al­mennra lífs­kjara. Án orku verður lítið gert.

Illa er hægt að mót­mæla því að ein dýr­mæt­asta auðlind okk­ar Íslend­inga sé hrein orka. Ekki síst þess vegna get­um við aldrei gengið þannig fram að við af­söl­um okk­ur full­um yf­ir­ráðum yfir orku­auðlind­un­um; fall­vötn­un­um og jarðvarma að ógleymd­um vind­in­um.

Það er margt sem er okk­ur óhag­stætt. Ísland er strjál­býlt ey­land, langt frá öðrum mörkuðum. Flutn­ings­kostnaður og annað óhagræði rýr­ir sam­keppn­is­hæfni lands­ins, jafnt í út­flutn­ingi sem inn­flutn­ingi. En það er hins veg­ar margt sem spil­ar með okk­ur – gef­ur okk­ur for­skot á aðrar þjóðir. Í grein hér í Morg­un­blaðinu í sept­em­ber 2018 benti ég meðal ann­ars á að aðgang­ur að hreinni og hlut­falls­lega ódýrri orku auki sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins og styrki ímynd lands­ins sem perlu nátt­úru og hrein­leika:

„Yf­ir­ráð yfir skipu­lagi auðlinda sem tryggja okk­ur hreina orku skipta ekki síður máli þegar við tök­umst á við áskor­an­ir í lofts­lags­mál­um og nátt­úru­vernd.“

Metnaðarfull aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um er ófram­kvæm­an­leg án orku­auðlinda og skyn­sam­legr­ar sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar þeirra. Há­stemmd­ar yf­ir­lýs­ing­ar á alþjóðleg­um lofts­lags­fund­um eða til heima­brúks eru án inni­halds ef lít­ill vilji er til að nýta tæki­fær­in til grænn­ar orku­öfl­un­ar.

Samofið grunn­gild­um

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alla tíð lagt áherslu á skyn­sam­lega nýt­ingu orku­auðlinda enda samof­in grunn­gild­um flokks­ins. Í álykt­un­um lands­fund­ar árið 2022 er lögð rík áhersla á orku­mál­in. Bent er á hið aug­ljósa: Ætli Íslend­ing­ar að ná metnaðarfull­um mark­miðum í lofts­lags­mál­um verður meðal ann­ars að leggja áherslu á orku­skipti í lofti, láði og legi. Í álykt­un at­vinnu­vega­nefnd­ar seg­ir orðrétt: „Íslensk út­flutn­ings- og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki skulu njóta þess sam­keppn­is­for­skots sem felst í notk­un á grænni ís­lenskri orku.“ Og nokkru síðar: „Ísland á að vera miðpunkt­ur orku­sæk­ins iðnaðar með sam­keppn­is­hæfu raf­orku­verði.“

Flokks­ráðsfund­ur í ág­úst síðastliðnum var af­ger­andi í stjórn­mála­álykt­un um orku­mál­in:

„Raf­orku­ör­yggi er for­senda öfl­ugr­ar byggðar og at­vinnu­lífs um allt land. Ávinn­ing­ur af grænni orku­bylt­ingu er óum­deild­ur. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að Ísland verði leiðandi í orku­skipt­um og fyr­ir­mynd annarra þjóða. For­senda orku­skipta og ár­ang­urs í bar­áttu við loft­lags­breyt­ing­ar er tryggt aðgengi að grænni orku. Í þeim efn­um eiga Íslend­ing­ar fleiri tæki­færi en flest­ar aðrar þjóðir.

Taf­ar­laust þarf að stór­auka fram­leiðslu grænn­ar orku. Treysta verður flutn­ings­kerfi raf­orku. End­ur­skoða skal lög um ramm­a­áætl­un og ein­falda reglu­verk og stjórn­sýslu tengda grænni orku­vinnslu. Hags­mun­ir al­menn­ings og al­mennra not­enda verða að vera í for­gangi við græn orku­skipti.“

Neyðar­hem­ill

Að beiðni um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra lagði at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is fram frum­varp til að tryggja að fyr­ir­sjá­an­leg­ur orku­skort­ur kæmi ekki niður á heim­il­um og minni fyr­ir­tækj­um. Í grein­ar­gerð er bent á að mik­il um­fram­eft­ir­spurn hafi verið eft­ir raf­orku á und­an­förn­um árum og „nýtt orku­fram­boð hef­ur ekki haldið í við aukna eft­ir­spurn“. Verði frum­varpið samþykkt fær Orku­stofn­un tíma­bundna heim­ild sem á að tryggja al­menn­um not­end­um, þ.e. öðrum not­end­um en stór­not­end­um, for­gang. Með öðrum orðum: Ef orku­ör­yggi heim­ila og smærri fyr­ir­tækja er ógnað get­ur Orku­stofn­un gripið í neyðar­hem­il. Lík­ur eru á að heim­ild­in verði virkjuð á yf­ir­stand­andi vetri. Þar spila sam­an skort­ur á nýrri orku og vond staða miðlun­ar­lóna.

Frum­varpið er viðbragð við stöðu sem fáir trúðu að þjóð sem á fjöl­marga kosti í orku­öfl­un gæti lent í. Orku­skort­ur­inn hef­ur þegar haft áhrif. Þriðja vet­ur­inn í röð neyðast fiski­mjöls­verk­smiðjur til að brenna olíu vegna raf­orku­skorts. Því er haldið fram að auk­in ol­íu­notk­un vegna þessa síðasta vet­ur hafi þurrkað út all­an lofts­lags­ávinn­ing af öll­um inn­flutt­um raf­magns­bíl­um frá upp­hafi. Þannig vinn­ur orku­skort­ur gegn orku­skipt­um og við fjar­lægj­umst há­leit mark­mið í lofts­lags­mál­um.

Við stönd­um á ákveðnum kross­göt­um. Ef stjórn­völd meina eitt­hvað með áherslu á orku­skipti – draga úr og á end­an­um hætta notk­un á jarðefna­eldsneyti – þarf að hefja stór­átak í grænni orku­fram­leiðslu. Án nægr­ar grænn­ar orku er allt tal um orku­skipti merk­ing­ar­laust.

Í ein­fald­leika sín­um get­um við sagt að orku­ör­yggi sé allt í senn at­vinnu-, byggða- og vel­ferðar­mál fyr­ir utan þjóðarör­yggi. Og ein­mitt þess vegna kom­ast stjórn­völd; rík­is­stjórn, Alþingi og grunnstofn­an­ir á sviði skipu­lags- og orku­mála, ekki hjá því að taka hönd­um sam­an við að ryðja úr vegi hindr­un­um sem koma í veg fyr­ir nýja græna orku­öfl­un.

Ég hef ít­rekað haldið því fram að ein frum­skylda stjórn­valda á hverj­um tíma sé að verja og styrkja sam­keppn­is­hæfni lands­ins. Tryggja að ís­lensk fyr­ir­tæki og launa­fólk verði ekki und­ir í harðri alþjóðlegri sam­keppni. Aðeins þannig er hægt að sækja fram og bæta lífs­kjör alls al­menn­ings og standa við lof­orð um öfl­ugt vel­ferðarsam­fé­lag. Án tryggr­ar orku er grafið und­an lífs­kjör­um framtíðar­inn­ar.

Rík­is­stjórn og lög­gjafi sem skilja ekki eða virða að vett­ugi frum­skyld­ur sín­ar þurfa að end­ur­skoða er­indi sitt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. desember 2023.