Bæta verður menntun í grunnskólum
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Nýbirt­ar niður­stöður úr Pisa-könn­un­inni 2022 sýna að ís­lensk­ir grunn­skól­ar glíma við al­var­leg­an vanda. Ísland er í sjötta neðsta sæti allra OECD-landa sam­kvæmt heild­arniður­stöðu könn­un­ar­inn­ar. Þá lækk­ar ekk­ert OECD-ríki jafn­mikið á milli kann­ana og Ísland.

Pisa-könn­un­inni er ætlað að mælta grunn­færni fimmtán ára barna við lok tíu ára skóla­skyldu og hversu vel skóla­kerfið hef­ur und­ir­búið þau fyr­ir næstu skref í námi eða á vinnu­markaði.

Töl­urn­ar tala sínu máli. Hlut­fall ís­lenskra nem­enda sem búa yfir grunn­hæfni í stærðfræðilæsi er 66%, grunn­hæfni í læsi á nátt­úru­vís­indi 64% og grunn­hæfni í lesskiln­ingi 60%.

Óæski­leg þróun

40% fimmtán ára nem­enda á Íslandi búa því ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi sam­kvæmt könn­un­inni.

Hlut­fall fimmtán ára nem­enda sem búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi hef­ur hækkað um 38% frá fyrri könn­un árið 2018. 47% fimmtán ára pilta búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi, sam­an­borið við 34% árið 2018. Hjá stúlk­um er hlut­fallið 32%, sam­an­borið við 19% árið 2018. Hjá báðum hóp­um nem­ur þessi óæski­lega aukn­ing um 13 pró­sentu­stig­um á milli kann­ana.

Kunn­átta ís­lenskra nem­enda í stærðfræðilæsi er mun lak­ari en ann­ars staðar á Norður­lönd­um og er einnig und­ir meðaltali OECD-landa. Talið er að um 66% ís­lenskra nem­enda búi yfir grunn­hæfni í stærðfræðilæsi á meðan meðaltal OECD-land­anna er 69% og Norður­land­anna um 72%.

Læsi á nátt­úru­vís­indi

Íslensk­ir nem­end­ur standa sig mun síður í læsi á nátt­úru­vís­indi en jafn­aldr­ar þeirra á Norður­lönd­um sam­kvæmt könn­un­inni. Á Íslandi er talið að um 64% búi yfir grunn­hæfni í grein­inni, á Norður­lönd­um er hlut­fallið 75%, og meðaltalið í OECD-lönd­un­um er 76%. Frá síðustu könn­un hef­ur frammistöðu í þess­ari grein hrakað meira hér­lend­is að meðaltali en í OECD-lönd­un­um og í hinum nor­rænu lönd­un­um.

Fá af­burðanem­end­ur að njóta sín?

Ein leið til að mæla grunn­skóla­kerfi er að meta hversu vel það kem­ur til móts við þá nem­end­ur sem skara fram úr í námi, þ.e. af­burðanem­end­ur. Fá þeir hvatn­ingu til að nýta hæfi­leika sína sem best? Fá þeir þjón­ustu í sam­ræmi við getu og verk­efni við hæfi? Hvað segja töl­urn­ar?

Talið er að nem­end­ur sem búa yfir af­burðahæfni í lesskiln­ingi séu 3% hér­lend­is en 7% ann­ars staðar á Norður­lönd­um og í OECD-ríkj­un­um.

Talið er að nem­end­ur sem búa yfir af­burðahæfni í nátt­úru­læsi séu um 2% hér­lend­is, sam­an­borið við 7% að meðaltali í OECD-lönd­un­um og 8% ann­ars staðar á Norður­lönd­um.

Talið er að nem­end­ur sem búa yfir af­burðahæfni í stærðfræðilæsi séu um 5% hér­lend­is, sam­an­borið við 8% ann­ars staðar á Norður­lönd­um og 9% í OECD-lönd­un­um.

Í skýrslu Mennta­mála­stofn­un­ar um könn­un­ina seg­ir að það sé veru­legt áhyggju­efni að ein­ung­is ör­fá­ir nem­end­ur hér­lend­is telj­ist til af­burðanem­enda í sam­an­b­urði við önn­ur nor­ræn lönd. Hér er verk að vinna og aug­ljóst að bráðger­ir nem­end­ur verða að fá betri þjón­ustu í skóla­kerfi okk­ar.

Bæta þarf mennt­un

Árang­ur Íslands er slak­ur og fer versn­andi sam­kvæmt könn­un­inni. Slíkt er óviðun­andi á sama tíma og alþjóðleg sam­keppni um góðan og vel menntaðan mannauð fer sí­fellt harðnandi. Á tím­um tækni­bylt­ing­ar er mik­il­vægt að allt ungt fólk hafi grunn­færni í lesskiln­ingi, stærðfræði og nátt­úru­vís­ind­um og að sem flest­ir búi yfir djúpri kunn­áttu í þess­um grund­vall­ar­grein­um. Óviðun­andi er að svo marg­ir nem­end­ur geti ekki lesið sér til gagns eft­ir tíu ára skóla­göngu.

Slak­ur ár­ang­ur í Pisa 2022 krefst þess að gripið verði til úr­bóta í ís­lensku mennta­kerfi. Rýna þarf könn­un­ina vel og efna í fram­hald­inu til víðtækra umræðna um gæði mennt­un­ar hér­lend­is og stöðu grunn­skól­anna í því sam­bandi.

Æskilegt er að tekn­ar verði sam­an grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um stöðu hvers skóla fyr­ir sig og viðkom­andi skóla­stjórn­end­um gef­inn kost­ur á að nýta þær til um­bóta í starfi sínu.

Setja verður raun­hæf mark­mið og mæla ár­ang­ur reglu­lega til að sýna hvort við séum á réttri leið í um­bót­a­starf­inu. Mik­il­vægt er að nýta for­eldra í sem rík­ust­um mæli í þessu starfi enda er vitað að þátt­taka þeirra í námi barna sinna stuðlar að vel­gengni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. desember 2023.