Norðurlandaráð og formennska Íslands í ráðinu

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs:

Þing Norður­landaráðs var haldið í Osló á dög­un­um. Þar hlotnaðist mér sá heiður að vera kos­in for­seti Norður­landaráðs fyr­ir árið 2024. Odd­ný Harðardótt­ir er vara­for­seti og sam­an ætl­um við að stýra Norður­landaráði á næsta ári og halda Norður­landaráðsþing hér á landi í októ­ber.

Norður­landaráð er sam­starfs­vett­vang­ur skipaður 87 þing­mönn­um frá öll­um Norður­lönd­un­um. Þetta er viðamesta alþjóðasam­starf Alþing­is en sjö þing­menn sitja í Íslands­deild Norður­landaráðs.

Þing­fund­ir eru haldn­ir tvisvar á ári þar sem af­greidd­ar eru álykt­an­ir og tekn­ar ákv­arðanir um þau mál sem þingið vill að rík­is­stjórn­ir Norður­land­anna finni lausn­ir á. Und­ir­bún­ing­ur álykt­ana á sér stað inni í nefnd­um ráðsins og hjá flokka­hóp­um.

Friður og ör­yggi á norður­slóðum

Yf­ir­skrift for­mennsku­áætlun­ar­inn­ar sem við kynnt­um á þing­inu í Osló er „Friður og ör­yggi á norður­slóðum“ með þeirri áherslu að stuðla að ör­yggi Norður­landa og banda­lagsþjóða þeirra á norður­slóðum en jafn­framt vekja at­hygli á nauðsyn þess að draga úr spennu á svæðinu og finna friðsam­leg­ar lausn­ir. Með orðinu „ör­yggi“ í yf­ir­skrift áætl­un­ar­inn­ar eig­um við ekki aðeins við ör­ygg­is­mál í hefðbundn­um skiln­ingi held­ur einnig margt annað sem teng­ist vel­ferð og framtíð Norður­landa og sér­stak­lega íbúa á norður­slóðum. Þar má nefna vel­ferðar­mál, stöðu jaðar­hópa af ýmsu tagi, fæðuör­yggi og erfiðleika fjöl­miðla á jaðarsvæðum.

Staðan sem upp er kom­in eft­ir alls­herj­ar­inn­rás Rússa í Úkraínu í fe­brú­ar 2022 hef­ur haft mik­il áhrif á sam­vinnu norður­slóðaríkja. Sam­starfið við Rússa er nán­ast í lamasessi. Norðmenn, sem nú eru í for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu, hafa fengið það erfiða verk­efni að finna leiðir út úr þeirri flóknu stöðu sem upp er kom­in. Við telj­um að náið og gott sam­starf Norður­landa sé lyk­il­atriði í þessu sam­bandi. Við erum ekki ein um þá skoðun. Mik­il­vægi sam­vinnu Norður­landa í norður­slóðamál­um var nefnt í skýrslu um varn­ar- og ör­ygg­is­mál sem Thor­vald Stolten­berg vann fyr­ir ut­an­rík­is­ráðherra land­anna árið 2007, í skýrslu Björns Bjarna­son­ar um nor­rænt sam­starf í ör­ygg­is- og ut­an­rík­is­mál­um frá ár­inu 2020 og í skýrslu Jan-Eriks Enestams frá 2021 um al­manna­varn­ir á Norður­lönd­um sem unn­in var fyr­ir sam­starfs­ráðherr­ana.

Þróun mála á norður­slóðum skipt­ir alla heims­byggðina máli enda sýna mörg ríki þessu svæði mik­inn áhuga, ekki aðeins hin eig­in­legu norður­slóðaríki. Nefna má Kína sem stefn­ir að því að opna nýja silki­leið í norðri sem á að vera hluti af „Belti- og brautáætl­un­inni“.

Við á Norður­lönd­um leggj­um mikið upp úr því að farið sé að alþjóðalög­um, að mann­rétt­indi séu virt og að viðmið rétt­ar­rík­is­ins séu í há­veg­um höfð. Ég lít svo á að sem norður­slóðaríki sé það skylda okk­ar að verja þessi gildi á norður­slóðum og að koma í veg fyr­ir hernaðarkapp­hlaup og stjórn­laust auðlindakapp­hlaup.

Þegar norður­slóðir eru til umræðu verður ekki hjá því kom­ist að fjalla um lofts­lags­mál. Hlýn­un á norður­slóðum er að jafnaði fjór­um sinn­um meiri en í öðrum heims­hlut­um. Bráðnun íss opn­ar sigl­ing­ar­leiðir og aðgang að auðlind­um.

Norður­lönd­in boðber­ar friðar

Styrk­ur Norður­landa og nor­ræns sam­starfs bygg­ist ekki á því að við séum sam­mála um allt. Við höf­um oft gengið í gegn­um erfiða tíma í sam­skipt­um okk­ar og verið ákaf­lega ósam­mála. Meg­in­styrk­ur okk­ar er sá að við get­um tek­ist á við áskor­an­ir og ágrein­ings­efni á góðan og friðsam­leg­an hátt. Friður hef­ur ríkt í inn­byrðis sam­skipt­um Norður­landa í meira en 200 ár. Það er merki­leg­ur ár­ang­ur og það eru fáir heims­hlut­ar sem hafa búið við slíka gæfu. Von­andi get­ur sú reynsla stuðlað að friði og góðum sam­skipt­um á norður­slóðum og á öðrum ná­granna­svæðum okk­ar.

En það dug­ar ekki fyr­ir okk­ur að státa af af­rek­um fyrri tíma og pré­dika yfir öðrum að gera eins og við. Við þurf­um líka að rækta og þróa okk­ar sam­starf og laga okk­ur að breytt­um aðstæðum. Nor­ræn sam­fé­lög eru stöðugt að breyt­ast og sömu­leiðis um­heim­ur­inn. Ef Norður­landaráð og nor­rænt sam­starf stend­ur í stað við þess­ar aðstæður hætt­um við smám sam­an að skipta máli.

Framtíð nor­ræns sam­starfs

Starf Norður­landaráðs bygg­ist á Hels­ing­fors­samn­ingn­um sem und­ir­ritaður var árið 1962. Ein­hverj­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á samn­ingn­um en hann stend­ur að meg­in­hluta til óbreytt­ur. For­sæt­is­nefnd Norður­landaráðs ákvað í byrj­un þess árs að skipa starfs­hóp um end­ur­skoðun á samn­ingn­um. Af sögu­leg­um ástæðum er ekk­ert fjallað í hon­um um ör­ygg­is- og varn­ar­mál. Að mínu mati er mik­il­vægt að því verði breytt nú. Um­sókn­ir Svía og Finna um inn­göngu í Nató hafa opnað á mik­il­vægi þess að ör­ygg­is- og varn­ar­mál séu á dag­skrá Norður­landaráðs. En það er fleira sem ligg­ur þarna und­ir. Mútte B. Egede, for­sæt­is­ráðherra Græn­lands, hélt ræðu á Norður­landaráðsþingi í Osló um dag­inn þar sem hann lýsti því með áhrifa­rík­um hætti hvernig Græn­lend­ing­ar upp­lifi sig sem auka­gesti í par­tíi nor­ræns sam­starfs en ekki sem raun­veru­lega þátt­tak­end­ur.

Sam­kvæmt Hels­ing­fors­samn­ingn­um sem er einskon­ar stjórn­ar­skrá Norður­landaráðs eru nor­rænu rík­in fimm, það er að segja Ísland, Nor­eg­ur, Svíþjóð, Finn­land og Dan­mörk, full­gild­ir aðilar að sam­starf­inu en Fær­eyj­ar, Græn­land og Álands­eyj­ar eiga full­trúa sem eru hluti af lands­deild­um Dan­merk­ur og Finn­lands. Fær­eyj­ar hafa um langt skeið sóst eft­ir því að fá fulla aðild að Norður­landaráði og Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni og nú virðast Græn­lend­ing­ar vera að taka sömu stefnu. Umræðan um stöðu þeirra verður því aug­ljós­lega stór hluti af end­ur­skoðun Hels­in­fors­samn­ings­ins.

Framtíðartungu­mál í nor­rænu sam­starfi

Eitt af því sem við vilj­um skoða er staða tungu­mál­anna í nor­rænu sam­starfi. Fyr­ir marga Norður­landa­búa er skandi­nav­ísk­an eitt af því sem teng­ir sam­an lönd­in.

Á Íslandi hef­ur kunn­áttu í skandi­nav­ísk­um mál­um hrakað um langt skeið en sam­tím­is hef­ur ensku­kunn­átta auk­ist. Útlit er fyr­ir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því bú­ast við að aðstöðumun­ur til þátt­töku í sam­starf­inu á grund­velli tungu­málak­unn­áttu auk­ist. Svipuð staða er uppi í Finn­landi og bú­ast má við að þró­un­in verði í sömu átt í Fær­eyj­um og á Græn­landi.

Á Íslandi og í hinum nor­rænu lönd­un­um hef­ur inn­flytj­end­um fjölgað mikið. Mik­il­vægt er að þeir fái sömu tæki­færi og mögu­leika og þeir sem fædd­ir eru á Íslandi til að sinna störf­um inn­an stjórn­sýslu, viðskipta og menn­ing­ar þar sem nor­rænt sam­starf er oft í há­veg­um haft. Það er nógu erfitt fyr­ir þá sem hingað flytja að læra ís­lensku sem þó er mik­il­vægt og nauðsyn­legt til að geta tekið full­an þátt í ís­lensku sam­fé­lags­lífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandi­nav­ískt tungu­mál er ótækt.

Víða hef­ur ensk­an náð yf­ir­hönd­inni í nor­rænu sam­starfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að sam­starfið sjálft sé meira virði en tungu­málið sem við töl­um. Það breyt­ir þó ekki þeirri staðreynd að það er kost­ur fyr­ir Íslend­inga að kunna eitt­hvað fyr­ir sér í skandi­nav­ísk­um tungu­mál­um. Það auðveld­ar okk­ur að nýta þau tæki­færi sem okk­ur bjóðast í hinum nor­rænu lönd­un­um og í nor­rænu sam­starfi. Íslend­ing­ar eru yf­ir­leitt mjög já­kvæðir gagn­vart nor­rænu sam­starfi og það er okk­ur mik­il­vægt enda velja flest­ir Íslend­ing­ar sem nema er­lend­is að læra í Dan­mörku eða ann­ars staðar í Skandi­nav­íu. Flest­ir Íslend­ing­ar sem flytja til út­landa fara ein­mitt til Norður­landa. Þegar Dan­ir, Norðmenn og Sví­ar koma sam­an velja þeir yf­ir­leitt að tala móður­málið sitt og virðast að minnsta kosti að ein­hverju leyti skilja hvor­ir aðra.

Tungu­mála­k­unn­átta má ekki verða hindr­un sem úti­lok­ar ein­stak­linga frá því að taka þátt í nor­rænu sam­starfi.

For­mennsku­áætlun­ina má kynna sér hér:

htt­ps://​www.nor­d­en.org/​is/​node/​84051

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. nóvember 2023.