Lægri skattar og meiri velferð

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Skattaglaðir vinstri­menn fara yf­ir­leitt á taug­um þegar minnst er á skatta­lækk­an­ir. Kald­ur hroll­ur fer um þá alla þegar þeir átta sig á því að nokk­ur ár­ang­ur (ekki nægi­lega mik­ill) hef­ur náðst á síðustu tíu árum við að létta skatt­byrðar ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga hef­ur lækkað og aukið ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna. Hlut­falls­lega hef­ur aukn­ing­in verið mest hjá þeim sem lægstu laun­in hafa. Öll al­menn vöru­gjöld hafa verið af­num­in og flest­ir toll­ar felld­ir niður. Trygg­inga­gjöld hafa lækkað.

Þótt ýms­ir aðrir skatt­ar og gjöld hafi hækkað hafa um­svifa­mikl­ar skatt­kerf­is­breyt­ing­ar leitt til þess að rík­is­sjóður hef­ur slakað veru­lega á klónni. Á þetta benti ég meðal ann­ars í grein hér í liðinni viku. Kannski er það til­vilj­un en dag­inn eft­ir fór Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mik­inn í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi til nýs fjár­málaráðherra. Þar hélt hún því fram að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði „tekið“ tugi millj­arða „út úr tekju­stofni hins op­in­bera“ með lækk­un skatta. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri-græn­ir hafi leyft þessu að ger­ast „en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stær­ir sig bein­lín­is af því að veikja vel­ferðina“, sagði formaður­inn.

Satt best að segja varð ég fyr­ir nokkr­um von­brigðum þegar í ljós kom að Kristrún gef­ur hinum skattaglöðustu úr hópi vinstrimanna ekk­ert eft­ir. Mantr­an um að verið sé að „veikja“ tekju­stofna, „af­sala“ rík­is­sjóði tekj­um og jafn­vel „kasta“ frá rík­inu tekj­um, þegar slakað er á skattaklónni, lif­ir greini­lega enn góðu lífi meðal sam­fylk­inga. Sjálfsagt vakna ein­hverj­ir upp við vonda drauma frá tíð vinstri­stjórn­ar­inn­ar þegar þing­menn og ráðherr­ar kepptu hver við ann­an í skatta­hækk­un­um. Sitj­andi þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar boðuðu meira að segja allt að 80% tekju­skatt!

Staðreynd­ir segja aðra sögu

Frá því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók sæti í rík­is­stjórn árið 2013 hafa fram­lög rík­is­ins í heil­brigðis- og öðrum vel­ferðar­mál­um vaxið stöðugt. Miðað við fjár­lög þessa árs verða út­gjöld til heil­brigðismála um 110 millj­örðum hærri að raun­v­irði en 2013, sem er tæp­lega 49% hækk­un. Áætlan­ir benda til að út­gjöld­in verði hærri en reiknað var með í fjár­lög­um. (Að meðaltali hafa fram­lög­in því vaxið tölu­vert meira en Sam­fylk­ing­in lof­ar að gera í frem­ur inni­halds­lít­illi stefnu í heil­brigðismál­um til átta ára, sem kynnt var fyr­ir nokkr­um vik­um um leið og skatta­hækk­an­ir voru boðaðar.)

Fram­lög til mál­efna aldraðra og ör­yrkja hafa hækkað á tíma Sjálf­stæðis­flokks­ins í rík­is­stjórn um nær 90 millj­arða. Þetta jafn­gild­ir yfir 70% hækk­un.

Sem sagt: Með skatta­lækk­un­um hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn staðið að því að hækka fram­lög til heil­brigðismála og mál­efna aldraðra og ör­yrkja um nær 200 millj­arða að raun­v­irði.

Það kem­ur mér satt að segja veru­lega á óvart að formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skuli ekki skilja að hóf­semd í álög­um styrk­ir frem­ur skatt­stofna rík­is og sveit­ar­fé­laga en veik­ir. John F. Kenn­e­dy gerði sér ágæta grein fyr­ir þessu fyr­ir rúm­um 60 árum þegar hann varaði við að efna­hags­kerfi sem væri þrúgað af háum skött­um skilaði aldrei nægi­leg­um tekj­um og byggi aldrei til nægi­leg­an hag­vöxt eða nægi­lega mörg störf.

Reynsla okk­ar Íslend­inga síðasta ára­tug­inn renn­ir styrk­um stoðum und­ir hug­mynda­fræði for­set­ans fyrr­ver­andi. Á sama tíma og launa­fólk hef­ur fengið að halda meiru eft­ir af sínu sjálfsafla­fé og notið veru­lega hækk­un­ar ráðstöf­un­ar­tekna hafa tekj­ur rík­is­sjóðs auk­ist veru­lega. Og það hef­ur gefið svig­rúm til að stór­hækka fram­lög til vel­ferðar­mála, þvert á full­yrðing­ar for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt gagna­grunni Hag­stof­unn­ar hækkuðu skatt­tekj­ur rík­is­ins um 310 millj­arða að raun­v­irði frá 2013 til 2022, miðað við vísi­tölu neyslu­verðs. Með öðrum orðum: Þrátt fyr­ir skatta­lækk­an­ir – þar sem undið hef­ur verið ofan af mörg­um – en ekki öll­um – verstu breyt­ing­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar á skatt­kerf­inu – hafa tekj­ur rík­is­ins hækkað hressi­lega.

Sam­hengið milli skatta og efna­hags­legr­ar vel­meg­un­ar er sterkt. Þetta vissi Nig­el Law­son, sem var fjár­málaráðherra Bret­lands 1983 til 1989 í rík­is­stjórn Mar­grét­ar Thatcher. Hann henti háskatta­stefnu Verka­manna­flokks­ins út í hafsauga og lækkaði t.d. hæsta þrep tekju­skatts­ins veru­lega. Und­ir skatt­pín­ingu syst­ur­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar höfðu marg­ir flúið land og tekju­hæsta 1% greiddi aðeins 11% af öll­um tekju­skatti. Eft­ir skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sem Law­son hafði for­ystu um tvö­faldaðist hlut­deild­in. Efsta tekju­tí­und­in hafði á tím­um háskatta staðið und­ir um 35% af heild­ar­tekju­skatti. Eft­ir lækk­un skatt­hlut­falls fór hlut­deild efstu tekju­tí­und­ar­inn­ar upp í 48%.

Veru­leiki – ekki draum­sýn

Kenn­e­dy og Law­son höfðu báðir góðan skiln­ing á að hóf­semd í skatt­heimtu styrk­ir skatt­stofna rík­is­ins en veik­ir þá ekki, líkt og sam­fylk­ing­ar eru sann­færðir um og hamra stöðugt á. Hlut­falls­lega minni sneið af stærri köku gef­ur rík­inu meira en stór sneið af lít­illi köku.

Átakalín­ur stjórn­mál­anna mark­ast ekki síst af viðhorfi til skatt­heimtu. Þótt það hafi verið mér von­brigði að formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skuli ganga í smiðju hinna skattaglöðustu í hópi vinstrimanna er það í sjálfu sér gott að með því verða átakalín­ur stjórn­mál­anna aðeins skýr­ari.

Öðrum meg­in lín­unn­ar standa þeir sem trúa því að hærri skatt­ar leiði til meiri vel­meg­un­ar og með lækk­un skatta sé rík­is­sjóður að „af­sala“ sér tekj­um og veikja vel­ferðar­kerfið. Tals­menn skatta­hækk­ana byggja á hug­mynda­fræði sem hef­ur ekki áhyggj­ur af því að hvati ein­stak­linga til að afla meiri tekna, að skapa eitt­hvað nýtt, taka áhættu og stofna fyr­ir­tæki verði drep­inn með þungri skatt­heimtu. Og hinum meg­in átakalín­unn­ar stönd­um við hin sem erum sann­færð um að hóf­semd í álög­um á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sé víta­mín efna­hags­lífs­ins sem ríki og sveit­ar­fé­lög njóti góðs af. Við berj­umst fyr­ir því að auk­inn hluti hag­vaxt­ar verði eft­ir í vös­um launa­fólks og fyr­ir­tækja. Reynsl­an hef­ur kennt að þannig vegn­ar okk­ur öll­um best og mögu­leik­ar til að standa af mynd­ar­skap und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi og nauðsyn­leg­um fjár­fest­ing­um í innviðum sam­fé­lags­ins verða ekki aðeins draum­sýn held­ur veru­leiki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. nóvember 2023.