Gjör rétt, þol ei órétt

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Í vik­unni tók ég þátt í fundi ut­an­rík­is­ráðherra Norður­landa og Eystra­salts­ríkja í Lett­landi. Á leiðinni af flug­vell­in­um í Riga kom ég við á Ísland­s­torgi, en torg eða göt­ur til­einkaðar Íslandi eru í öll­um höfuðborg­um Eystra­salts­ríkj­anna. Ísland­s­torgið í Riga var nefnt til heiðurs land­inu okk­ar árið 2011 þegar tutt­ugu ár voru liðin frá því Ísland varð fyrst ríkja til þess að viður­kenna end­ur­nýjað sjálf­stæði Lett­lands þegar það braust und­an oki Sov­ét­ríkj­anna og tók fyrstu skref­in í átt að því blóm­lega vel­meg­un­ar­sam­fé­lagi sem Lett­ar nú­tím­ans hafa skapað og njóta.

Frétt­ir af at­höfn­inni þegar torgið var nefnt, þann 24. ág­úst 2011, herma að þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands hafi sagt í ræðu sinni að um ein­stak­an viðburð væri að ræða því ekk­ert annað torg og ekk­ert stræti í Riga væri nefnt eft­ir landi. For­veri minn í starfi, Össur Skarp­héðins­son, mun hafa þakkað heiður­inn en látið þess getið að í þessu máli hefði Ísland ekki gert annað en það sem væri rétt og sagði einnig að mik­il­vægt væri að fá­menn ríki stæðu sam­an.

Það er oft­ast giftu­rík­ast að taka ákv­arðanir út frá því sem er rétt, en stund­um krefst það þó sér­staks hug­rekk­is. Hún var ekki óum­deild, ákvörðun Íslands um að vera fyrst til að viður­kenna end­ur­heimt sjálf­stæði Eystra­salts­ríkj­anna, og til voru þau sem trúðu hvorki að tíma­bært né óhætt væri að styðja sam­fé­lög­in til frels­is enda var hann harður illi hús­bónd­inn, Sov­ét­rík­in, sem riðaði til falls, niður­lægður og til alls vís. Þá þótti ekki sjálfsagt að ögra þeim með þess­um hætti. En sem bet­ur fer höfðu stjórn­mála­menn þess tíma hug­rekki til að brjóta ís­inn, vera fyrst, að gera það sem var rétt – í krafti okk­ar full­veld­is, sem þjóð meðal þjóða og að stór­um hluta; í krafti smæðar­inn­ar.

Mik­ill ár­ang­ur á 30 árum

Eystra­salts­rík­in og Norður­lönd­in eru skemmti­leg blanda. Svíþjóð er lang­fjöl­menn­asta ríkið í þess­um hópi en ekk­ert þeirra telst fjöl­mennt í alþjóðlegu sam­hengi. Sam­an hafa þessi ríki þó áhuga­verða sögu að segja því öll bjóða þau upp á frá­bær lífs­skil­yrði. Norður­lönd­in hafa öll haft langvar­andi frið til þess að þróa sín sam­fé­lög en Eystra­salts­ríkj­un­um hef­ur tek­ist að ná mikl­um ár­angri á þeim rétt rúm­lega þrjá­tíu árum sem liðin eru frá því þau brut­ust und­an oki Sov­ét­ríkj­anna. Öll rík­in eru ein­arðir tals­menn alþjóðalaga og alþjóðlegr­ar sam­vinnu. Fyr­ir fá­menn ríki sem tek­ist hef­ur að skapa íbú­um sín­um góð lífs­skil­yrði er það nefni­lega þess virði að leggja sitt af mörk­um til að standa vörð um ver­öld þar sem hinir stóru mega ekki valta yfir þá smærri með of­beldi og hót­un­um.

Ákvörðunin um að sýna for­ystu í því að viður­kenna sjálf­stæði Eystra­salts­ríkj­anna hef­ur elst vel. Ákvörðunin var tek­in af hug­sjón en með henni eignaðist Ísland þrjá af sín­um allra traust­ustu vin­um í sam­fé­lagi þjóðanna til viðbót­ar við okk­ar traustu nor­rænu vina- og frændþjóðir. Það er marg­falt þess virði fyr­ir okk­ur að rækta þetta sam­band af þeirri virðingu og alúð sem það á skilið því að við Íslend­ing­ar þurf­um ekki að velkj­ast í vafa um hvort þessi þrjú ríki við botn Eystra­salts myndu standa með okk­ur ef á reyndi.

Mik­il­vægt sam­starf

Það skipt­ir máli að taka því al­var­lega að vera frjáls og full­valda. Því fylgja ekki ein­göngu rétt­indi, því fylg­ir ábyrgð og skyld­ur. Það skipt­ir máli að ljóst sé hvar Ísland stend­ur þegar tek­in er afstaða til virðing­ar fyr­ir alþjóðalög­um. Við kæm­umst sann­ar­lega upp með að gera minna, segja minna og tala lægra. En það felst virðing fyr­ir full­veld­inu og frels­inu í því að taka af­stöðu og tala skýrt. Og fyr­ir okk­ur sem eig­um allt und­ir því að landa­mæri, lög­saga og alþjóðalög séu virt þá ætt­um við aldrei að skor­ast und­an því að gera það sem er rétt og segja það sem er satt þegar kem­ur að því að standa vörð um mik­il­væg­asta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar – að alþjóðalög standi jafn­an vörð um bæði þá stærstu og smæstu. Það er und­ir­staða þess sam­fé­lags sem okk­ur hef­ur farn­ast að byggja upp. Og það er rétt að gera gagn­vart þeim sem þrá að vera frjáls.

Sam­starf Norður­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna er okk­ur því gríðarlega mik­il­vægt. Rík­in eiga margt sam­eig­in­legt og sterka sögu sam­an en ólíka sögu líka. Eystra­salts­rík­in eiga sára sögu og þekkja því miður á eig­in skinni hvað er und­ir. Fyr­ir þann litla hóp á Íslandi sem enn ekki skil­ur hvers lags ör­lög það eru að vera und­ir oki Kreml­ar­valds­ins þá má hik­laust mæla með því að hann spyrji vini okk­ar sem búa yfir þeirri sáru reynslu.

Breytt lands­lag heims­mála kall­ar á enn öfl­ugra sam­starf Norður­landa og Eystra­salts­ríkja á alþjóðavett­vangi. Það er okk­ur eðlis­lægt að vinna þétt sam­an. Okk­ar vegna en líka til að sýna póli­tísk­an stuðning við málstað sem er þess virði að berj­ast fyr­ir og standa vörð um. Stuðning­ur­inn skipt­ir nefni­lega í al­vöru máli. Ísland á að vanda sig við að gera það sem er rétt, og um­bera ekki þegar órétti er beitt.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 10. september 2023.