Vill endurskoða samgöngusáttmála

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra segir að nýjustu sviðsmyndir sem kynntar hafa varið varðandi samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins geri ráð fyrir að kostnaður við verkefnið verði 300 milljarðar í stað 160 milljarða. Hér er um nær tvöföldun að ræða frá því að sáttmálinn er upphaflega gerður. Þetta kemur fram í grein sem Bjarni ritaði í Morgunblaðið í gær – sjá hér.

Í sam­starfi rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur verið unnið að því und­an­farna mánuði að fá betri yf­ir­sýn yfir stöðu verk­efna í sátt­mál­an­um, þ.m.t. að end­ur­meta kostnaðaráætlan­ir. Verkefnið hafi vaxið úr því að ríkið leggi til þess 80 milljarða yfir í að gera þurfi ráð fyrir öðrum 140 milljörðum því til viðbótar.

„Ég líkt og aðrir íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins hef lengi alið þá von í brjósti að hægt sé að ráðast í stór­fellda upp­bygg­ingu sam­gangna á svæðinu. Sam­göngusátt­mál­an­um var ætlað að rjúfa þá kyrr­stöðu sem ríkt hef­ur. En það er eng­um gerður greiði með því að leggja fram há­leit mark­mið um upp­bygg­ingu ef fjár­hags­leg­ar for­send­ur stand­ast ekki. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að sátt­mál­inn sé end­ur­skoðaður,“ segir Bjarni.

7,2 milljarðar í Arnarnesveg í stað 2,2 milljarða

Sem dæmi um verkhluta sem farið hafa fram úr áætlun nefnir hann Arnarnesveg sem hafi átt að kosta 2,2 milljarða en kosti nú 7,2 milljarða samkvæmt nýlegum samningi við verktaka. Þá hafi verðbætt framkvæmdaáætlun sáttmálans gert ráð fyrir þremur milljörðum í Sæbrautarstokk en frumdrög hljóði nú upp á 27 milljarða. Það sé níföldun. Þá nefnir hann framkvæmdahluta borgarlínu sem gert sé nú ráð fyrir að kosti um 126 milljarða í stað 67 milljarða sem áður var áætlað.

„Loks má nefna að áætl­un um net hjóla­stíga á höfuðborg­ar­svæðinu, sem unn­in hef­ur verið í sam­vinnu Vega­gerðar­inn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu, er orðin mun um­fangs­meiri en áður var gengið út frá. Í upp­haf­legri áætl­un var gert ráð fyr­ir um átta millj­örðum í fram­kvæmd­ir en ef þessi nýja hjól­reiðaáætl­un væri tek­in inn í verk­efni sátt­mál­ans væri um­fangið 36 millj­arðar,“ segir Bjarni.

Upphaflega var gert ráð fyrir að verkefnið í heild hafi átt að kosta um 120 milljarða sem séu í dag m.v. vísitölu ársins 2023 160 milljarðar. Bjarni segir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa skuldbundið sig til að leggja fram 15 milljarða til ársins 2033, eða rét tum einn milljarð á ári. Á móti ætlaði ríkið að tryggja 30 millj­arða með tveim­ur millj­örðum á hverju ári af fjár­lög­um. Ríkið hugðist einnig leggja Keldna­landið til verk­efn­is­ins með áætlað verðmat upp á 15 millj­arða.

„Þá stóðu eft­ir 60 millj­arðar sem átti að fjár­magna með flýti- og um­ferðar­gjöld­um a.m.k. til árs­ins 2033, eða með sér­stök­um viðbótar­fram­lög­um eða hlut­deild í öðrum tekju­stofn­um. Þar yrði m.a. horft til þess hvernig flýti- og um­ferðar­gjöld gætu sam­rýmst breyttri gjald­töku af öku­tækj­um og um­ferð sem boðuð hef­ur verið,“ segir Bjarni.

Verður að byggjast á traustum og raunhæfum forsendum

Hann segir að eftir því sem verkefninu hafi undið fram hafi komið betur í ljós að upphaflegar áætlanir voru stórlega vanmetnar. Ekki sé gert ráð fyrir því á þessari stundu að sveitarfélögin leggi neitt viðbótarframlag til þrátt fyrir þessar breyttu forsendir. Sveitarfélögin hafi lagt á það áherslu frá því að skrifað var undir sáttmálann að ríkið taki með beinum hætti þátt í rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafi verið á ábyrgð þeirra.

„Krafa sveit­ar­fé­lag­anna er að ríkið komi með nýtt fram­lag til rekstr­ar al­menn­ings­sam­gangna upp á 3,6 millj­arða til að byrja með, sem vaxi í 4,9 millj­arða á ári. Hér má segja að kom­in sé fram ný krafa á ríkið upp á um 40 millj­arða,“ segir Bjarni.

Hann segir nokkur stór stofnvegaverkefni enn á frumstigi og reynslan sýni að slík verkefni hafi tilhneygingu til að fara langt fram úr upphaflegum áætlunum þegar þær komist á síðari stig hönnunar.

Á móti komi að Keldnalandið geti reynst verðmætara en upphaflega hafi verið áætlað þar sem ríkið hafi m.a. lagt til meira landsvæði en gert hafi verið ráð fyrir, en það leysi þó augljóslega aðeins brot vandans.

„Framtíðaráform verða að byggj­ast á traust­um, raun­hæf­um for­send­um. Stöðunni verður tæp­lega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjár­hags­leg­ar áskor­an­ir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hef­ur ekk­ert með fylgisk­ann­an­ir að gera. Hún snýst um raun­sæi, virðingu fyr­ir mik­il­vægi verk­efn­is­ins og pen­ing­um skatt­greiðenda.

Það gild­ir jafnt í stór­um verk­efn­um sem smá­um að gott er að byrja á því að svara spurn­ing­unni hvaðan pen­ing­arn­ir eigi að koma? Ella er hætta á að vand­inn vaxi þar til maður er týnd­ur djúpt inni í miðjum skógi ófjár­magnaðra hug­mynda og rat­ar ekki aft­ur heim,“ segir Bjarni.