Ranghermi um skilríkjaleysi og niðurfellingu þjónustu

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra:

Í umræðu um út­lend­inga­mál og niður­fell­ingu þjón­ustu er þrá­lát­um mis­skiln­ingi og rang­hermi haldið á lofti þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir til þess að koma staðreynd­um á fram­færi.

Full­yrt er í umræðunni að fólk sem get­ur ekki út­vegað sér skil­ríki sé svipt þjón­ustu. Þetta er rangt. Ef ómögu­legt er að út­vega viðkom­andi skil­ríki af ástæðum sem ekki er hægt að kenna viðkom­andi ein­stak­lingi um, þá er þjón­usta ekki felld niður. Þjón­usta er ein­göngu felld niður hjá þeim sem ekki sýna neinn vilja til sam­starfs við yf­ir­völd um að út­vega ferðaskil­ríki.

Þá hef­ur verið full­yrt að skort­ur á gagn­kvæm­um samn­ing­um Íslands við er­lend ríki komi á ein­hvern hátt í veg fyr­ir að hægt sé að út­vega fólki skil­ríki. Hið rétta er að end­ur­viðtöku­samn­ing­ar eru ekki for­senda þess að hægt sé að afla skil­ríkja. Það eina sem kem­ur í veg fyr­ir að út­veguð séu skil­ríki er skort­ur á sam­vinnu viðkom­andi ein­stak­lings. Eng­inn sem er reiðubú­inn til að vinna með yf­ir­völd­um að lög­mætri niður­stöðu og þar með brott­för frá land­inu er svipt­ur þjón­ustu. Eina fólkið sem svipt er þjón­ustu 30 dög­um eft­ir end­an­lega synj­un eru þau sem neita að hlíta lög­legri ákvörðun stjórn­valda og vilja ekki vinna með yf­ir­völd­um að lög­mætri og réttri niður­stöðu sem er brott­för frá land­inu.

Mark­mið mitt sem dóms­málaráðherra er að sam­ræma lög­gjöf okk­ar í mála­flokkn­um við ná­granna­lönd okk­ar. Norður­lönd­in eru öll með bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um sem og öll ríki sem standa að Schengen-sam­starf­inu. Í mörg ár hafa verið gerðar at­huga­semd­ir af hálfu Schengen að við skul­um ekki hafa komið okk­ur upp sam­bæri­legu úrræði.

Með lög­um skal land byggja er fornt spak­mæli og kjör­orð ís­lensku lög­regl­unn­ar. Sem dóms­málaráðherra mun ég standa vörð um að öll þau sem eru á land­inu á hverj­um tíma fari að lög­um. Það gild­ir einnig um ein­stak­linga sem hér eru í ólög­mætri dvöl. Þeim ber að fara að lög­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst 2023.