Miðflokkurinn og loftslagsmál
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:

Miðflokks­menn fara mik­inn í fjöl­miðlum um lofts­lags­mál. Þótt erfitt sé að skilja mál­flutn­ing þeirra er óhjá­kvæmi­legt að benda á nokkr­ar staðreynd­ir úr fortíðinni.

Þannig er mál með vexti að þær skuld­bind­ing­ar sem við kepp­umst nú við að upp­fylla eru ekki nýtil­komn­ar. Við full­gilt­um Kýótó-bók­un­ina árið 2002 í tíð rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks og Par­ís­arsátt­mál­ann árið 2016 í tíð rík­is­stjórn­ar sömu flokka und­ir for­sæti Sig­mund­ar Davíðs.

Sig­mund­ur Davíð, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, brá sér til Par­ís­ar á COP 21 og hélt þar ræðu 30. nóv­em­ber 2015. Þar sagði hann meðal ann­ars:

„Í dag er Par­ís í miðju at­hygli heims­byggðar­inn­ar, sem ljósviti von­ar. Við erum hér sam­an kom­in til að styðja nýtt lofts­lags­sam­komu­lag, sem mun gagn­ast okk­ur öll­um, kyn­slóðum framtíðar og sam­eig­in­legu heim­ili, jörðinni.“

Og hann bætti við:

„Við erum nú aðeins nokkr­um dög­um frá því að ná sögu­leg­um áfanga: Lofts­lags­sam­komu­lagi sem nær til mest­allr­ar hnatt­rænn­ar los­un­ar og styður við aðlög­un og græn­an vöxt í þró­un­ar­ríkj­um. Það er mikið og flókið verk­efni að af­kola efna­hags­kerfi okk­ar, en við þurf­um að nálg­ast það með já­kvæðum hætti. Mark­miðið er inn­an seil­ing­ar. Ísland styður metnaðarfullt sam­komu­lag í Par­ís, sem held­ur okk­ur inn­an 2°C mark­miðs.“

Umbúðir en ekki inni­hald

Raun­ar var það svo að á COP-ráðstefn­una 2014 mættu fjór­ir emb­ætt­is­menn frá Íslandi. Árið 2015 þegar Sig­mund­ur hélt ræðu á leiðtoga­fund­in­um taldi ís­lenska sendi­nefnd­in 70 manns. Þáver­andi sam­flokks­menn for­sæt­is­ráðherr­ans, Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra og Sigrún Magnús­dótt­ir um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tóku bæði þátt í viðburðum á þing­inu. Öllum má vera ljóst á þess­ari gíf­ur­legu fjölg­un í sendi­nefnd­inni hve mik­il áhersla var á lofts­lags­mál af hálfu for­sæt­is­ráðherra.

Sig­mund­ur Davíð nýtti líka ræðutíma sinn á þjóðhátíðardag­inn 17. júní og á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna til að ræða áhersl­ur Íslands í lofts­lags­mál­um. Á sama tíma og þess­ar ræður voru haldn­ar var tími rík­is­stjórn­ar­inn­ar ekki nýtt­ur til að stuðla að fram­leiðslu grænn­ar orku, eins og sést vel í raf­orku­spá Landsnets sem birt­ist fyrr í vik­unni. Það var ekki fyrr en á fyrstu mánuðum nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar sem kyrrstaða í orku­mál­um var rof­in þegar til­laga mín um 3. áfanga ramm­a­áætl­un­ar var samþykkt á Alþingi.

For­manni Miðflokks­ins er tíðrætt um umbúðir en ekk­ert inni­hald þegar kem­ur að stjórn­mál­un­um. Ljóst er af þessu að hann þekk­ir það bet­ur en flest­ir.

Sæ­streng­ur

Sig­mund­ur Davíð var upp­tek­inn við annað þegar hann réð ríkj­um í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Skemmst er að minn­ast þess þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráðherra og nú formaður Miðflokks­ins, átti fund með þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Dav­id Ca­meron, í Alþing­is­hús­inu við Aust­ur­völl 28. októ­ber 2015. Þar sam­mælt­ust þeir um að setja á lagg­irn­ar vinnu­hóp sem var falið að skoða mögu­leika þess að leggja sæ­streng milli Íslands og Bret­lands.

Þegar Dav­id Ca­meron kom hingað til lands til fund­ar við ís­lenska for­sæt­is­ráðherr­ann hafði for­sæt­is­ráðherra Bret­lands ekki komið til Íslands síðan Winst­on Churchill heilsaði upp á breska her­námsliðið hér árið 1941. Það eina markverða sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sem for­sæt­is­ráðherra, ákvað með bresk­um koll­ega sín­um í þess­ari mjög svo sögu­legu heim­sókn var ein­mitt að kanna mögu­leik­ann á því að leggja raf­orkusæ­streng milli land­anna tveggja.

Sitj­um uppi með fortíðina

Það hef­ur legið fyr­ir í mörg ár að við þyrft­um að gera upp tíma­bilið 2013-2020 með kaup­um á los­un­ar­heim­ild­um til að standa við skuld­bind­ing­ar okk­ar.

Við sem nú störf­um að því alla daga að ná sett­um mark­miðum ís­lenskra stjórn­valda í nútíð og framtíð þurf­um að byggja á þeirri vinnu sem átt hef­ur sér stað í fortíðinni. Ef þáver­andi ráðamenn hefðu und­ir­byggt yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar með aðgerðum – þá þyrft­um við ekki að grípa til ráðstaf­ana eins og að kaupa heim­ild­ir af Slóvakíu fyr­ir 350 millj. kr. Það hefði verið nær að eyða þeim fjár­mun­um hér heima í skóg­rækt og land­græðslu. Reynd­ar er það svo að fjár­málaráðuneytið hef­ur selt los­un­ar­heim­ild­ir fyr­ir 13 millj­arða króna á und­an­förn­um árum.

En við sitj­um uppi með fortíðina – bæði ég og Miðflokk­ur­inn, þótt hann kann­ist ekki við ábyrgð sína nú.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst 2023.