Vesturheimur og vínartertur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Á ég að segja ykk­ur sög­ur frá Íslandi, land­inu sem þið elskið mest af öllu?“ spurði ung­ur dreng­ur frá Íslandi í bréfi sem hann skrifaði til dag­blaðsins Suns­hine sem dreift var meðal Vest­ur-Íslend­inga í Norður-Am­er­íku fyr­ir rúm­um hundrað árum.

Þetta bréf og fleiri er að finna í ný­út­gef­inni bók, Sól­skins­börn­un­um eft­ir Christoph­er Crocker, en þar skrif­ar hann um bréf barna sem send voru til birt­ing­ar í blaðinu þar sem þau sögðu frá lífi sínu, von­um og draum­um í Vest­ur­heimi.

Í huga fjór­tán ára drengs sem bjó á Íslandi var eng­inn vafi á því að börn­in í Norður-Am­er­íku elskuðu Ísland mest af öllu. Hann lýs­ir nátt­úru Íslands og fal­lega sumr­inu þegar loks­ins gafst tæki­færi til þess að lesa úti und­ir opn­um himni. Hann hvet­ur jafn­aldra sína til lest­urs á Íslend­inga­sög­un­um sem segja frá dugnaði og hug­rekki forfeðra okk­ar.

Bréf­rit­ar­inn ungi sem vildi deila sög­um úr lífi sínu með börn­um í Vest­ur­heimi áritaði bréf sitt H. Guðjóns­son frá Lax­ness, síðar varð hann þekkt­ur sem Hall­dór Lax­ness, einn af okk­ar þekkt­ustu rit­höf­und­um og Nó­bels­verðlauna­hafi í bók­mennt­um árið 1955.

Skila­boð hins unga Lax­ness voru mik­il­væg enda voru og eru verðmæti ís­lensku þjóðar­inn­ar sög­urn­ar okk­ar. Frá­sagn­ar­hefðin sem er samof­in sögu okk­ar og menn­ingu. Íslend­inga­sög­urn­ar segja okk­ar sögu. Saga Vest­urfara er hluti af okk­ar sögu, sögu sem við eig­um að vera stolt af.

Í lok 19. ald­ar lögðu hátt í tutt­ugu þúsund Íslend­ing­ar í hættu­för í leit að betra lífi í Norður-Am­er­íku. Marg­ir yf­ir­gáfu land sitt með litl­ar ver­ald­leg­ar eig­ur. Far­ang­ur­inn var von­in, von­in um að þau gætu skapað sér og fjöl­skyld­um sín­um betra líf í Am­er­íku.

Vest­ur-Íslend­ing­ar eru stolt­ir af upp­runa sín­um og þeim þykir vænt um arf­leifðina, sög­una, land og þjóð. Það fann ég vel þegar mér hlotnaðist sá heiður að fara fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og taka þátt í Íslend­inga­deg­in­um. Á Íslend­inga­deg­in­um er sögu þess­ara forfeðra okk­ar og tengsl­um við Ísland fagnað.

Í ferð minni til Mountain í Norður-Dakóta, Winnipeg, Gimli og Ri­vert­on í Kan­ada heyrði ég sög­ur fólks­ins sem þar býr. Sög­ur frá fólki sem tal­ar reiprenn­andi ís­lensku þrátt fyr­ir að hafa aldrei búið á Íslandi. Þar smakkaði ég Íslands bestu vín­art­ertu og nýbakaðar klein­ur. Ég fagnaði Íslend­inga­deg­in­um í bæn­um Gimli með 50.000 manns en talið er að í kring­um 200.000 manns af ís­lensk­um upp­runa búi í Norður-Am­er­íku.

Við eig­um mikla og dýr­mæta sögu með frænd­um okk­ar og frænk­um sem búa rúm­lega 4.000 kíló­metra í burtu frá okk­ur. Og þar búa nú kyn­slóðir sem áttu afa og ömm­ur, langafa og lang­ömm­ur sem fóru í langt og erfitt ferðalag frá Íslandi í leit að betra lífi. Þau vilja rækta sam­bandið við Ísland og í slík­um tengsl­um fel­ast ómet­an­leg verðmæti fyr­ir land og þjóð.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst 2023.