Staða kvenna á vinnumarkaði best á Íslandi
'}}

Ísland er aftur komið í efsta sæti glerþaksvísitölu (e. glass-ceiling) breska tímaritsins The Economist sem gefin hefur verið út árlega síðustu 11 árin. Ísland og Svíþjóð hafa undanfarin ár ýmist verið í fyrsta eða öðru sæti listans. Vísitalan mælir jafnrétti á vinnumarkaði 29 löndum innan OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Svíþjóð er í öðru sæti listans í ár. Þar á eftir kemur Finnland og í fjórða sæti er Noregur. Danmörk er í 9. sæti listans. Að öðrum nágrannalöndum má nefna að Bretland er í 17. sæti,  Írland í 18. sæti, Kanada í 14. sæti og Bandaríkin í 19. sæti. Botninn reka svo Tyrkland í 27, sæti, Japan í 28. sæti og Suður-Kórea í 29. sæti. Frétt The Economist má finna hér.

Notast er við mælikvarða í tíu þáttum, menntunarstigi kvenna, atvinnuþátttöku, kynbundnum launamun, kostnaði við barnaumönnun (leikskólagjöld/dagforeldra o.fl.), fæðingarorlofi mæðra og feðra, GMAT-prófi, hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum, hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja og hlutfalli kvenþingmanna.