Öryggi er forsenda friðar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Á föstu­dag­inn var eitt ár liðið frá því Rúss­land hóf alls­herj­ar­inn­rás í Úkraínu. Inn­rás­in átti sér enga rétt­læt­ingu. Hún er hrylli­legt brot á alþjóðalög­um. Tug­um þúsunda Úkraínu­manna hef­ur verið misþyrmt og verið flutt­ir nauðung­ar­flutn­ing­um frá heim­il­um sín­um. Millj­ón­ir hafa lagt á flótta. Hryll­ings­sög­ur um brott­nám barna frá heim­il­um sín­um eru meðal skelfi­leg­ustu fregna sem heyr­ast, og enn veit eng­inn um um­fang þeirra níðings­verka.

Eitt er þó víst; stríðsglæp­ir Rúss­lands blasa við – og þeir eru hrylli­leg­ir. Á vett­vangi Evr­ópuráðsins, þar sem Ísland sit­ur nú í for­sæti ráðherra­nefnd­ar­inn­ar, var í gær samþykkt að taka fyrstu skref­in að hlut­verki ráðsins í því stóra gang­verki rétt­læt­is sem setja þarf á fót til þess að tryggja megi að Rúss­land sæti ábyrgð gjörða sinna.

Mik­il­væg­ur leiðtoga­fund­ur

Í maí verður hald­inn fjórði leiðtoga­fund­ur­inn í sögu þess­ar­ar merki­legu stofn­un­ar. Þar koma leiðtog­ar ríkj­anna sam­an í nafni þess­ara gilda og í nafni sam­stöðu með Úkraínu.

Leiðtoga­fund­ur­inn verður stórt verk­efni en er dýr­mætt tæki­færi fyr­ir okk­ur Íslend­inga til að leggja okk­ar lóð á vog­ar­skál­arn­ar í þágu þeirra mik­il­vægu gilda sem hafa reynst svo heilla­drjúg fyr­ir öll þau sem fengið hafa að njóta þeirra. Það verk­efni nálg­umst við af skyldu­rækni og auðmýkt.

Ofan í þá djúpu sorg sem við finn­um mörg fyr­ir vegna þeirra at­b­urða sem orðið hafa í Úkraínu bland­ast vita­skuld sú mikla virðing og von­arglæta sem hetju­leg fram­ganga Úkraínu­manna hef­ur veitt frá fyrstu dög­um stríðsins. Óli Björn Kára­son fjallaði í þing­ræðu um stríðið í Úkraínu síðastliðinn fimmtu­dag, um þraut­seigju og hug­rekki bæði her­manna og óbreyttra borg­ara í Úkraínu og minnti á áskor­un Zelenskís Úkraínu­for­seta um að Evr­ópa sýni hvað í henni býr og fyr­ir hvaða gildi hún stend­ur.

Ber að styðja Úkraínu

Óli Björn sagði að inn­rás Rússa í Úkraínu hefði minnt þjóðir heims á að her­nám einn­ar þjóðar rýri frelsi annarra. „Við Íslend­ing­ar, líkt og aðrar þjóðir, höf­um verið minnt­ir ræki­lega á hve sam­eig­in­legt öfl­ugt varn­ar­sam­starf NATO-ríkja og annarra frjásra þjoða er mik­il­vægt. Værukærð, sak­leysi eða róm­an­tísk­ar hug­mynd­ir um vopn­leysi og friðelsk­andi heim eru tál­sýn, sem í gegn­um sög­una hef­ur kostað þjóðir sjálf­stæði og millj­ón­ir manna lífið. Það er skylda frjálsra þjóða að hlýða kalli Zelenskís og úkraínsku þjóðar­inn­ar og styðja við bakið á fólki sem hef­ur sýnt hugdirfsku gagn­vart yf­ir­gangi og hrotta­skap. Okk­ur ber með öll­um ráðum að styðja frjálsa Úkraínu,“ sagði hann og get ég tekið und­ir hvert orð.

Stríðið í Úkraínu kem­ur okk­ur beint við. Það snert­ir okk­ar helstu kjarna­hags­muni. Við Íslend­ing­ar eig­um sjálf­stæði okk­ar, full­veldið og efna­hags­lega til­veru und­ir því að alþjóðalög séu virt. Að landa­mæri og lög­saga ríkja séu ekki háð hnefa­rétti þar sem hinir stóru traðka yfir þá smærri. En það sem á end­an­um trygg­ir þessa heims­mynd er því miður ekki fag­ur­gal­inn einn, held­ur þarf að vera til staðar kerfi sem haldið get­ur í skefj­um þeim sem ekki leika eft­ir regl­um friðsem­inn­ar. Við þurf­um líka að gæta að ör­yggi okk­ar og leggja það af mörk­um sem við get­um.

Þessa daga minn­umst við þess að það er mik­il­vægt að við stönd­um með Úkraínu – og við stönd­um með mann­rétt­ind­um, lýðræðinu og rétt­ar­rík­inu. Ekk­ert annað en sig­ur Úkraínu kem­ur til greina.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðins 26. febrúar 2023.