Týnumst ekki í krónutölunni

Hildur Sverrisdóttir alþingismaður:

Kjara­mál eru gríðarlega mik­il­vægt en jafn­framt vandmeðfarið heild­ar­sam­hengi með mörg­um mis­mun­andi breyt­um. Í öllu falli má slá því föstu að lífs­kjör snú­ast ekki bara um krónu­tölu­hækk­an­ir launa, sem þó eru hér há í öll­um alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Staðan heilt yfir ágæt

Þrátt fyr­ir verðbólg­una er út­lit fyr­ir að kaup­mátt­ur heim­il­anna vaxi á þessu ári, líkt og hann hef­ur gert und­an­far­in ár af mikl­um krafti. Þessu er öf­ugt farið víðast í ná­granna­ríkj­un­um.

Um­tals­verðar launa­hækk­an­ir urðu á al­menn­um vinnu­markaði en alls hækkaði launa­vísi­tala um 12,4% á síðasta ári. Að auki fólust tals­verðar kjara­bæt­ur í tekju­skatts­breyt­ing­um síðustu ára­móta sem skila meiri tekju­aukn­ingu yfir ára­mót­in en sem nem­ur verðbólgu.

Til­færslu­tekj­ur frá rík­inu til þeirra sem minnst hafa á milli hand­anna, bæt­ur al­manna­trygg­inga, hús­næðis­bæt­ur og barna­bæt­ur, hækkuðu einnig. Ágæt staða heim­il­anna heilt yfir birt­ist í þeirri staðreynd að van­skil heim­il­anna á lán­um hafa ekki mælst minni und­an­far­inn ára­tug.

Þróun launa um­fram þróun fram­leiðni

Svo verðbólg­an lækki að mark­miði þurfa aðgerðir Seðlabank­ans, op­in­berra fjár­mála og ákv­arðanir á vinnu­markaði að miða að sama marki. Hækki út­gjöld hins op­in­bera eða laun á vinnu­markaði um­fram það sem fram­leiðsla hag­kerf­is­ins leyf­ir get­ur það ein­fald­lega ekki leitt til ann­ars en verðbólgu sem brýst svo fram í hærri vöxt­um og kaup­mátt­ar­rýrn­un.

Þróun launa nú er um­fram þróun á fram­leiðni. Það er staða sem verður að gefa gaum, ann­ars töp­um við öll, og allra mest þau sem átti kannski mest að koma til aðstoðar með hærri laun­um.

Við höf­um náð góðum ár­angri und­an­far­in ár með því að skoða hvernig raun­veru­leg­ur kaup­mátt­ur skil­ar sér til fólks. Lægstu laun hafa ein­mitt verið í brenni­depli, með ágæt­um ár­angri.

Það hef­ur verið gert með því að horfa í sam­hengi á fram­leiðnina, bóta­kerf­in, hús­næðismarkaðinn og skatt­kerfið. Við verðum að halda áfram á þeirri leið en tryggja að fram­leiðni standi und­ir launa­hækk­un­um. Það verður varla gert nema með jarðvegi fyr­ir ný­sköp­un og alþjóðaviðskipti en áhyggju­efni er að tak­mark­an­ir á er­lenda fjár­fest­ingu eru hér meðal þeirra mestu inn­an OECD.

Kjara­deil­ur og verk­falls­rétt­ur eru mik­il­væg­ur part­ur af sam­fé­lag­inu. Það seg­ir sig þó sjálft að 150 stétt­ar­fé­lög á litla ís­lenska vinnu­markaðinum er glóru­laus staða. Það hlýt­ur að vera hægt að horfa til hinna nor­rænu land­anna og taka mið af nor­ræna vinnu­markaðsmód­el­inu sem breytt­ist í heild­stæðari og skil­virk­ari átt þegar þau stóðu frammi fyr­ir sama kröfu­h­arða lög­mál­inu um línu­dans fram­leiðni og launa.

Kjaraviðræðum er ekki lokið og það er stutt í næstu samn­inga. Sam­talið má ekki snú­ast ein­göngu um krónu­töl­ur, held­ur hvað við get­um gert til að auka vel­sæld sam­fé­lags­ins í heild og allra sem hér búa.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. febrúar 2023.