Að hitta – og hlusta

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Það kann kannski að koma ein­hverj­um á óvart en starf stjórn­mála­manna er alla jafna skemmti­legt. Jú, það eru alls kon­ar um­mæli um okk­ur á sam­fé­lags­miðlum og sjálfsagt er ým­is­legt sagt á kaffi­stof­um lands­ins, en það er gam­an að sjá ár­ang­ur af starf­inu og vita til þess að hægt er að hafa áhrif sem eru til þess fall­in að auka lífs­gæði fólks.

Skemmti­leg­asti og um leið mik­il­væg­asti þátt­ur starfs­ins er að hitta og hlusta á hvað brenn­ur þeim í brjósti, skilja aðstæður þeirra, heyra af nýj­um hug­mynd­um og þannig mætti áfram telja. Af þeirri ástæðu fer þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í hring­ferð um landið. Hring­ferðin hefst í dag og næstu átta daga fær fólk færi á milliliðalausu sam­tali við þing­menn flokks­ins. Í hring­ferðinni heim­sækj­um við tugi bæja, vinnustaði og höld­um opna fundi. Við mun­um hlusta á fjöl­breytt­an hóp fólks, ein­stak­linga í sjálf­stæðum rekstri, frum­kvöðla, náms­menn, bænd­ur, sjó­menn og stjórn­end­ur.

Það skipt­ir máli að heyra og skilja hvað brenn­ur á þeim sem reka fyr­ir­tæki, stór og smá, hvort sem er á lands­byggðinni eða á höfuðborg­ar­svæðinu. Það skipt­ir máli að vita hvað brenn­ur á þeim sem búa við skert­ar sam­göng­ur eða lé­legt net­sam­band. Það skipt­ir máli að heyra vænt­ing­ar fólks til náms­tæki­færa, þekk­ing­ar­setra og fjar­náms. Það skipt­ir máli að vita hvað má gera bet­ur og hvernig við bæt­um líf fólks, bæði í fé­lags­legu og efna­hags­legu til­liti.

Það var ein­mitt í einni af þess­um hring­ferðum sem ég sem þingmaður hitti lög­reglu­menn sem höfðu starfað sem slík­ir um ára­skeið án þess að hafa kom­ist inn í lög­reglu­skól­ann því þeir höfðu ekki stúd­ents­próf. Ég lagði í fram­hald­inu til breyt­ing­ar á því og þær gengu eft­ir. Það er bara eitt dæmi af mörg­um þar sem við höf­um hlustað á og sett okk­ur inn í raun­veru­leg­ar aðstæður fólks og í kjöl­farið lagt okk­ar af mörk­um til að knýja fram breyt­ing­ar.

Við ætl­um að halda áfram að ná ár­angri fyr­ir Ísland, auka lífs­gæði og skapa fleiri tæki­færi. Stærsta efna­hags­málið er að tengja há­skól­ana, vís­ind­in, ný­sköp­un og þekk­ing­ariðnað til að skapa ný störf og ný tæki­færi. Lyk­ill­inn að lausn­inni er að við virkj­um miklu bet­ur okk­ar ótak­mörkuðu en um leið vannýtt­ustu auðlind, hug­vitið. Þegar hug­mynd­ir fólks verða að veru­leika auk­um við verðmæta­sköp­un og auk­um sam­keppn­is­hæfni Íslands.

Það er mikið til­hlökk­un­ar­efni að eiga sam­tal við fólk í öll­um lands­fjórðung­um og leysa þá krafta sem þar búa úr læðingi. Með þessi sam­töl í fartesk­inu snú­um við aft­ur til starfa okk­ar með betri yf­ir­sýn yfir það hvað brenn­ur helst á lands­mönn­um. Þannig höld­um við fókus og for­gangs­röðum í takti við þau mál­efni sem þjóna best fólk­inu í land­inu. Við hlust­um þannig að við get­um tek­ist á við helstu áskor­an­ir fólks­ins í land­inu og tekið ákv­arðanir sem gera sam­fé­lagið okk­ar betra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. febrúar 2023.