Hringferd

Hringferð þingflokks hefst á föstudag

Á föstudaginn hefst hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins þar sem þingflokkurinn fer um landið, fundar með íbúum og sækir vinnustaði heim.

Þetta er fimmta árið í röð sem þingflokkurinn heldur í hringferð, en fyrsta ferðin var farin í febrúar 2019. Það er gaman að segja frá því að enginn annar þingflokkur á Alþingi á sér slíka sögu.

Nýr hlaðvarpsþáttur Bláu könnunnar, hlaðvarps þingflokksins, fór í loftið í dag en þar ræða þau Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dagana framundan. Þáttinn má finna hér.

Með hringferðum eiga allir þingmenn flokksins kost á að eiga beint og milliliðalaust samtal við landsmenn og fá innsýn inn í áherslur, áskoranir og tækifæri á hverjum stað fyrir sig. Auk þessa styrkir þetta enn frekar böndin milli þingflokks, sveitarstjórnarmanna og annarra trúnaðarmanna flokksins um allt land.

Markmið með hringferðum er að sýna í verki að málefni allra byggða skipta máli og að þingflokkurinn lætur sig þau máli varða.

Dagskrá hringferðar má finna hér.

Við hvetjum alla landsmenn til að mæta og hitta þingflokkinn okkar og ræða þau mál sem brenna á landsmönnum.

Hægt er að fylgjast með hringferð flokksins á facebook-síðu flokksins hér og á Instagram ásamt því sem fréttir verða birtar á xd.is.