Þetta lýsir stöðunni í Suðurnesjabæ, Framsókn vildi dansa…. og við höldum áfram svipaðri stefnu og fyrr, áherslur okkar ná framgangi. Aðalskipulag Suðurnesjabæjar, hið fyrsta eftir sameiningu var í vinnslu og er að klárast nú upp úr áramótum.
Covid „er frá“ og þá tók við önnur stór áskorun, flóttamönnum fjölgar og fylgdarlaus börn sem koma til landsins með flugi lenda öll í okkar faðmi enda alþjóðaflugvöllurinn í Suðurnesjabæ (munið það 😉 ). Ríkið hefur ekki borgað nema útlagann kostnað og þá er allur kostnaður starfsmanna og stjórnsýslu á okkar kostnað. Gistiheimili og annað húsnæði hafa verið tekin á leigu og umfangið ærið. Verkefnið stækkar og stækkar og eru nú um 30 börn á ábyrgð barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, voru um 10 fyrir ári. Ríkið verður að koma að þessu verkefni með fjármagn, það er ekki á okkar valdi að sjá ein um þetta, þó við séum að nálgast 4000 íbúa. Nýjustu fréttir að ráðherra hefur lofað heimsókn og samtali…
Fjárhagsáætlun er lokið og verð ég að segja að þessi var bara með þeim erfiðari, já þó ég hafi nú komið að þeim mörgum. Hið jákvæða er að tekjur aukast en því miður eykst kostnaðurinn of mikið. Félagsþjónustan tekur meira og meira og fræðslumálin eru málaflokkur sem þarf að endurskoða. Ég leitaði og leitaði að gömlu góðu handbremsunni en ég held bara að það sé búið að aftengja hana. Ég held samt ég hafi fundið nýja gerð af handbremsu, var boðið að nota rafræna útgáfu, á eftir að sjá hvernig hún reynist, miklar vonir bundnar við hana því henni er stjórnað af pólitík og stjórnendum skólanna saman. Ég held nefnilega að með samstilltu átaki þá finnum við jafnvægið 😉
Gleymum ekki framkvæmdalistanum, hann er langur og verða framkvæmdir á næsta ári um 1 milljarður, já og við urðum að ýta gervigrasvellinum aftar, við þurfum völl en vantar fjármagn (á einhver auka). Stærsta einstaka framkvæmdin er 6 deila leikskóli í Sandgerði, ekki vanþörf á , íbúum fjölgar og svo bankaði myglan uppi í eldri leikskóla, það var átak, koma öllum fyrir í bráðabirgða húsnæði. Starfsfólkið á hrós skilið.
Annars bara góður og framtíðin björt. Sendi íbúum mínar bestu óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár.
Einar Jón Pálsson, oddviti D-lista og forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar