Hugrekki er smitandi

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Þegar ég fagnaði komu nýs árs, skaut upp nokkr­um flug­eld­um og faðmaði fjöl­skyld­una, ná­granna og vini var stríð í Evr­ópu óhugs­andi. En ég var blá­eygður gagn­vart of­beld­is­mönn­um sem ógna friði og frelsi. Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu 24. fe­brú­ar var harka­leg áminn­ing til allra frjálsra þjóða um að halda vöku sinni í varðstöðu um full­veldi og verða aldrei efna­hags­lega háðar þræl­menn­um. Á ein­um degi gjör­breytt­ist heims­mynd­in.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur fyr­ir löngu skipað sér á bekk sög­unn­ar meðal ill­menna sem til­bú­in eru til að beita valdi og virða í engu frelsi og líf al­mennra borg­ara eða full­veldi annarra ríkja. Sví­v­irðileg­ir glæp­ir rúss­neskra her­manna gagn­vart óbreytt­um borg­ur­um í Úkraínu vekja óhug og reiði. Þegar hild­ar­leikn­um í Úkraínu lýk­ur verða þeir sem ábyrgðina bera að svara til saka.

Árs­ins 2022, sem senn er að baki, verður fyrst og síðast minnst sem árs­ins þegar stríð braust út að nýju í Evr­ópu. Þetta er árið þar sem ósk­hyggja og ein­feldn­ings­hátt­ur biðu skip­brot. Þetta er árið þar sem það sannaðist enn og aft­ur að sak­leysi, barna­leg­ar hug­mynd­ir um vopn­leysi og friðelsk­andi heim, kosta þjóðir full­veldi, þján­ing­ar og líf al­mennra borg­ara.

Maður árs­ins

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hef­ur stigið fram á sviðið sem kyndil­beri þeirra sem eru reiðubún­ir að ganga á hólm við illsk­una sem ógn­ar frelsi og full­veldi þjóða. Fram­ganga hans og hug­rekki úkraínsku þjóðar­inn­ar hef­ur verið inn­blást­ur fyr­ir okk­ur öll sem höf­um gengið að frels­inu sem sjálf­sögðum rétt­ind­um.

Þraut­seigja her­manna og óbreyttra borg­ara Úkraínu í bar­áttu gegn of­ur­efli hef­ur vakið aðdáun og látið fáa ósnortna. Í þess að leggja á flótta gripu al­menn­ir borg­ar­ar til þeirra vopna sem voru í boði til að verja bæi og borg­ir þegar rúss­nesk­ir skriðdrek­ar og árás­arþyrl­ur sóttu fram. „Herfræðin ger­ir ekki ráð fyr­ir venju­leg­um ná­ung­um í íþrótta­bux­um með veiðiriffla að vopni,“ sagði Val­er­iy Zaluzhny hers­höfðingi í viðtali við blaðamann Time á fyrstu vik­um inn­rás­ar­inn­ar.

Tíma­ritið Time hef­ur út­nefnt Selenskí mann árs­ins 2022. Rit­stjórn tíma­rits­ins seg­ir að sjald­an hafi valið verið jafn aug­ljóst en Time hef­ur út­nefnt mann árs­ins frá 1927.

Bak­grunn­ur Selenskís gaf ekki til kynna að þar færi maður með ljóns­hjarta – reiðubú­inn til að bjóða öfl­ug­um inn­rás­ar­her birg­inn. Áður en hann var kjör­inn for­seti árið 2019 var hann leik­ari og grín­isti – einna fræg­ast­ur fyr­ir að leika for­seta í „Þjónn fólks­ins“, vin­sæl­um gam­anþátt­um. Fáir höfðu trú á því að Selenskí hefði hug­rekki til að leiða þjóð sína á stríðstím­um. Arsenij Jat­senjúk, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Úkraínu, ráðlagði Selenskí að forðast að hitta Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta þar sem hann myndi „borða hann í morg­un­mat“.

Jat­senjúk, líkt og Pútín, van­mat Selenskí og úkraínsku þjóðina full­kom­lega. Sem leiðtogi á stríðstím­um hef­ur Selenskí sýnt og sannað að hug­rekki er smit­andi. Það hef­ur breiðst út meðal al­mennra borg­ara í Úkraínu og gefið al­menn­ingi í öðrum lönd­um styrk og trú á að „ljósið muni hafa bet­ur í bar­átt­unni við myrkrið“.

Sól­in verður daufari

Selenskí neitaði að yf­ir­gefa Úkraínu þrátt fyr­ir hvatn­ingu þar um þegar inn­rás Rússa hófst. Sag­an geym­ir mörg dæmi um leiðtoga sem velja frem­ur þann kost að flýja land en halda bar­átt­unni gegn of­ur­efli áfram við hlið samlanda sinna. Snemma í síðari heims­styrj­öld­inni flúðu leiðtog­ar Alban­íu, Belg­íu, Tékkó­slóvakíu, Grikk­lands, Pól­lands, Hol­lands, Nor­egs og Júgó­slav­íu und­an sókn þýska hers­ins. Þeir völdu út­legð. Ashraf Ghani, for­seti Af­gan­ist­ans, lagði á flótta þegar taliban­ar nálguðust höfuðborg lands­ins.

„Þetta gæti verið í síðasta skipti sem þið sjáið mig á lífi,“ sagði Selenskí á fjar­fundi með leiðtog­um Evr­ópu skömmu eft­ir að inn­rás­in hófst. Hann hef­ur verið óþreyt­andi að halda málstað Úkraínu á lofti og hvatt frjáls­ar þjóðir heims til að leggja Úkraínu lið. Þar hef­ur hann nýtt eðlis­læga eig­in­leika sína og sann­fær­ing­ar­kraft: Úkraína verður að vinna stríðið, hvað sem það kost­ar. „Sýnið að þið standið með okk­ur,“ sagði hann í ávarpi til Evr­ópuþings­ins á fyrstu dög­um inn­rás­ar­inn­ar. „Sýnið að þið sleppið okk­ur ekki. Sannið að þið séuð Evr­ópu­bú­ar og þá mun lífið sigra dauðann og ljósið sigra myrkrið.“

Selenskí hef­ur minnt þjóðir heims á að her­nám einn­ar þjóðar rýr­ir frelsi annarra. Ef Úkraína falli verði „sól­in á himni þínum daufari“. Í viðtali við blaðamann Time seg­ist hann vilja byggja upp land „tæki­fær­anna, þar sem all­ir eru jafn­ir fyr­ir lög­um og þar sem all­ar regl­ur eru sann­gjarn­ar, gagn­sæj­ar og gilda jafnt fyr­ir alla. Til þess þurf­um við stjórn­völd sem þjóna fólk­inu.“

Það er skylda allra frjálsra þjóða að hlýða kalli Selenskís og styðja við bakið á fólki sem sýnt hef­ur hugdirfsku gagn­vart yf­ir­gangi og hrotta­skap. Á ár­inu 2022 vor­um við minnt á að síðasti of­beld­ismaður­inn og hrott­inn er ekki fædd­ur. Og þess vegna verðum við að halda vöku okk­ar.

Þegar Alþingi kem­ur sam­an á nýju ári bíða mörg verk­efni. Eitt þeirra er end­ur­skoðun á þjóðarör­ygg­is­stefnu lands­ins. Inn­rás­in í Úkraínu verður óhjá­kvæmi­lega of­ar­lega í huga þing­manna. Þátt­taka Íslands í öfl­ugu varn­ar­sam­starfi NATO og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in hafa fengið nýja og dýpri merk­ingu.

Þjóðarör­ygg­is­stefna sem bygg­ist ekki á þessu tvennu er ekki miklu meira virði en orð á blaði.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. desember 2022.