Skattar á heimili lækka um sex milljarða

Á facebook síðu sinni birti Bjarni Benediktsson neðangreinda samantekt um áhugaverðar fréttir sem hafa verið birtar undanfarna daga.

 • Skattar á heimili lækka um sex milljarða á næsta ári með hækkun skattleysis- og þrepamarka vegna kerfisbreytinga okkar í tekjuskatti frá síðasta kjörtímabili.
  Sjá fréttina hér.
 • Fjöldatakmörk vegna raf- og vetnisbíla sem fá skattaafslátt á næsta ári afnumin. Meiri fyrirsjáanleiki í greininni og skýr hvati til að kaupa umhverfisvænan bíl.
  Sjá fréttina hér.
 • Fjárlög næsta árs samþykkt. Afkoman batnar áfram á sama tíma og verulegir fjármunir fara í að styrkja innviði og grunnþjónustu samfélagsins. Mest fer í heilbrigðismálin, næst félags-, húsnæðis- og tryggingamál.
  Sjá fréttina hér.
 • Kaupsamningur undirritaður milli ríkisins og Betri samgangna um 116 hektara land á Keldum og í Keldnaholti. Þar byggist upp nýtt og vandað íbúðahverfi, og ábatinn rennur til verkefna samgöngusáttmálans; í stofnvegi, almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga.
  Sjá fréttina hér. 
 • Samkomulag gert við Samband íslenskra sveitarfélaga um enn frekari yfirfærslu fjármuna frá ríkinu til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
  Sjá fréttina hér.
 • Vanskil heimila og fyrirtækja hjá stóru viðskiptabönkunum fara stöðugt minnkandi og eru nú lægri en fyrir heimsfaraldur.
  Sjá fréttina hér.