Nýtt samstarfsverkefni í Malaví um sólarknúið rafmagn

„Malaví er eitt þeirra ríkja sem ber óréttmætan kostnað af loftslagsbreytingum, með eitt minnsta kolefnisfótspor í heimi en á sama tíma á meðal þeirra landa sem verst eru í stakk búin til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta verkefni er því tímabært og fellur fullkomlega að nýrri landaáætlun um þróunarsamvinnu Íslands og Malaví þar sem aðlögun að loftslagsbreytingum verður miðlæg í öllu okkar þróunarstarfi,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í ávarpi í Mangochi í dag.

Undanfarin þrjú ár hefur verið verkefni í gangi þar í landi með stuðningi íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að veita skólum og heilsugæslustöðvum aðgang að sólarknúnu rafmagni og orkusparandi eldhlóðum til að draga úr eldiviðarnotkun við eldamennsku. Ráðherrann tilkynnti að nú væri undirbúningur að öðru og viðameira samstarfsverkefni langt komið því snemma á nýju ári fjölgi skólum og heilsugæslustöðvum sem fái rafmagnskerfi. Nýja verkefnið nær til beggja samstarfshéraða Íslands í Malaví, Mangochi og Nkhotakota.

Sjá nánar hér á vef utanríkisráðuneytisins.