Jólaþjónustutími kirkjunnar?

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Aðvent­an, þessi upp­á­halds­tími margra Íslend­inga, er geng­in í garð. Biðin eft­ir jól­un­um. Jól­in eiga sér æva­forna sögu hér á slóðum, tengda vetr­ar­sól­stöðum. Síðar féllu jól­in að fæðing­ar­hátíð Jesú Krists. Jól­in eru rót­gró­in í ís­lenska menn­ingu og við eig­um erfitt með að greina ræt­urn­ar hvora frá ann­arri, menn­ing­una og trúna. Við syngj­um jóla­lög. Sum þeirra fjalla um Jesúbarnið en önn­ur um hvort við erum of blönk til að gefa ást­inni okk­ar jóla­gjöf. Við bök­um smá­kök­ur, send­um jóla­kort og hugs­um sér­stak­lega vel um okk­ar nán­ustu. Við minn­umst lát­inna ást­vina, heim­sækj­um leiði þeirra og kveikj­um á ljós­um. Sum okk­ar fara jafn­vel í kirkju.

Og í kirkj­unni hlust­um við á boðskap trú­ar­inn­ar sem við ját­um. Grunn­gild­in okk­ar, sem eru kær­leik­ur, fyr­ir­gefn­ing, mis­kunn­semi og mann­v­irðing. Að bjóða þeim hina kinn­ina sem gef­ur þér kinn­hest – að fara með þeim tvær míl­ur sem neyðir þig með sér eina. Að hjálpa þeim sem eru hjálp­ar þurfi. „Ef þú átt mikið þá skalt þú nota það til þess að hjálpa öðrum. Eig­ir þú lítið skaltu samt miðla öðrum af því.“ (Tóbíts­bók 4.8) Við erum sann­ar­lega lán­söm að búa í þjóðfé­lagi þar sem krist­in gildi eru samof­in menn­ing­unni.

Þessi boðskap­ur er mik­il­væg­ur fyr­ir alla. Og bless­un­ar­lega órjúf­an­leg­ur hluti ís­lenskr­ar sögu og menn­ing­ar. Engu að síður hafa sum­ir söfnuðir þjóðkirkj­unn­ar nú ákveðið að loka dyr­um sín­um fyr­ir jóla­heim­sókn­um barna á skóla­tíma. Heim­sókn­um sem rót­gró­in ára­tuga hefð er fyr­ir. Börn og kenn­ar­ar hafa þannig átt nota­leg­ar sam­veru­stund­ir í kirkj­unni, fengið pip­ar­kök­ur og sungið jóla­lög. Upp­lifað ein­stöku kyrrðina og hátíðleik­ann sem um­vef­ur kirkj­urn­ar okk­ar. Þetta gera söfnuðirn­ir að sögn í nafni friðar; til þess að valda ekki deil­um. Til þess að friða þá sem gætu þótt heim­sókn­irn­ar óþægi­leg­ar.

Þetta þykja mér ekki góð skila­boð frá kirkj­unni til okk­ar. Hér höf­um við stjórn­ar­skrár­v­arða þjóðkirkju og lög­bundið að starfs­hætt­ir skól­anna skuli mót­ast af krist­inni arf­leifð. Hún er líka samof­in ís­lenskri sögu og menn­ingu. Það er meg­in­hlut­verk kirkj­unn­ar að halda grunn­gild­um okk­ar á lofti.

Und­an­far­in ár hef­ur verið sótt að krist­inni trú og kristnu fólki um all­an heim, m.a. fyr­ir til­stilli borg­ar­yf­ir­valda. En af hverju læt­ur kirkj­an und­an þess­um áróðri? Og ef kirkj­an bogn­ar und­an ör­litl­um mótgusti, eig­um við safnaðarbörn­in þá að halda áfram að taka til varna þegar okk­ur finnst að henni vegið? Er ekki auðveld­ara að forðast bara alla tog­streitu? Ekki vilj­um við nú valda deil­um.

Við ætt­um ekki að láta segja okk­ur að það sé gest­risni kirkj­unn­ar sem valdi deil­um eða hug­ar­angri. Að versl­un­ar­miðstöðvar megi hafa sér­stak­an jólaþjón­ustu­tíma en ekki kirkj­an. Við ætt­um frek­ar að bjóða fleir­um að njóta aðvent­unn­ar í kirkj­unni og á öll­um tím­um dags­ins. Bjóða ekki bara börn­un­um að koma til okk­ar, held­ur öll­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember 2022.