Bjarni

„Þetta snýst um frelsi“

„Ef að þetta er svona augljóst að samstaðan um stéttarfélögin muni skila launþegunum miklum ávinningi – getum við þá bara ekki leyft launþegunum að átta sig á því og taka sínar eigin ákvarðanir? Eða viljum við að samfélaginu sé stýrt þannig að við hérna, vitringarnir á Alþingi, vitum betur og tryggjum fólkinu aðild að stéttarfélögum þrátt fyrir að þau skilji ekki að það er þeim fyrir bestu vegna þess að við höfum komist að því hvað er fólki fyrir bestu?“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Alþingi um frumvarp Óla Björns Kárasonar og tíu annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um frelsi á vinnumarkaði þar sem fólki verði gefið frelsi til að ákveða hvort og þá í hvaða stéttarfélagi það á aðild að.

„Þetta snýst nefnilega um svona grundallaratriði. Er fólki treystandi til þess að taka ákvarðanir um sitt eigið líf? Eða þurfa atvinnurekendur og launþegahreyfingin og eftir atvikum alþingismenn að taka fram fyrir hendurnar á fólki og segja þeim hvað er þeim fyrir bestu? Þess vegna er það kjarnaatriði í þessu máli að þetta snýst um frelsi. Þetta snýst um trúnna á því að ef maður virkjar fólk í þátttöku um ákvarðanir sem varða þeirra eigið líf að þá muni samfélaginu fyrst vakna líf og framfarir verða. En ekki þegar að við tökum þann rétt af fólki þó að færa megi rök fyrir því að stéttarfélögin í landinu og vinnumarkaðurinn hafi með samstarfi launþegahreyfingar og atvinurekenda unnið mikið gagn. Þá bara dugar það ekki. Það dugar ekki til að trompa félagafrelsisrökin,“ sagði Bjarni.

Frumvarpið má finna hér.