Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram á Akureyri dagana 28. – 30. september sl. Á þinginu komu fulltrúar allra sveitarfélaga á landinu sem aðild eiga að sambandinu saman og mörkuðu grunnstefnu sambandsins næstu fjögur árin.
Kosin var ný 11 manna stjórn 2022-2026 sem í eiga sæti 5 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru; Hildur Björnsdóttir, Reykjavík, Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði, Lilja Björg Ágústsdóttir, Borgarbyggð, Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð og Margrét Ólöf A. Sanders, Reykjanesbæ.
Fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skipa varasæti stjórnar; Kjartan Magnússon, Reykjavík, Hjördís Ýr Johnson, Kópavogi, Einar Brandsson, Akranesi og Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþingi.
Af aðalmönnum í stjórn eru fjórar konur og einn karl. Af varamönnum eru tvær konur og tveir karlar.