Sterkari háskólar fyrir betri framtíð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Há­skól­ar gegna margþættu og þýðing­ar­miklu hlut­verki. Þar verður til ný og mik­il­væg þekk­ing á grund­velli marg­vís­legra rann­sókna auk þess sem reynsla kyn­slóðanna er þar varðveitt og henni viðhaldið. Eitt helsta hlut­verk há­skól­anna felst í miðlun þekk­ing­ar­inn­ar til nýrra kyn­slóða og sam­fé­lags­ins í heild með öfl­ugu og fjöl­breyttu kennslu­starfi. Á síðari tím­um hafa há­skól­ar í aukn­um mæli lagt áherslu á það hlut­verk að þjálfa há­menntaða starfs­menn í nýj­um at­vinnu­grein­um með virku vís­inda- og rann­sókn­ar­starfi sem er grund­völl­ur ný­sköp­un­ar og frek­ari fram­fara, hvort tveggja í at­vinnu­líf­inu og sam­fé­lag­inu.

Þetta hlut­verk og sam­vinna við at­vinnu­lífið dreg­ur ekki úr mik­il­vægi hefðbund­inna verk­efna. Þeim verk­efn­um verður að sinna áfram. Ný verk­efni krefjast þess á hinn bóg­inn að há­skól­arn­ir efli sam­starf sitt og að skapaður verði grund­völl­ur til að ramma inn sam­starf við at­vinnu­lífið. Þarna get­ur orðið til frjór jarðveg­ur nýj­unga og hug­verka þar sem ný fyr­ir­tæki og nýj­ar at­vinnu­grein­ar spretta úr grasi.

Það er ljóst að alþjóðleg sam­keppni há­skóla mun aukast á næstu árum með auk­inni sta­f­rænni miðlun náms­efn­is. Fjar­lægðirn­ar verða styttri í þessu til­liti og val­mögu­leik­arn­ir um nám um leið óþrjót­andi. Það er því mik­il­vægt að ís­lensk­ir há­skól­ar stand­ist þá alþjóðlegu sam­keppni um nem­end­ur og hug­vit.

Til að stuðla að auknu sam­starfi há­skól­anna og efla þá þannig enn frek­ar hef ég sett á lagg­irn­ar nýj­an Sam­starfs­sjóð há­skól­anna. Sam­starfs­sjóður­inn er ein for­senda þess að við bjóðum upp á sam­keppn­is­hæft há­skóla­nám á heims­mæli­kv­arða. Þar með ýtum við úr vör ýms­um já­kvæðum hvöt­um, meðal ann­ars þeim að skól­arn­ir stígi frek­ari skref í átt að auknu fjar­námi. Ég skynja það sterkt í sam­töl­um mín­um við ungt fólk á lands­byggðinni hve mik­il­vægt fjar­nám er fyr­ir sam­fé­lög­in þar og val­frelsi ungs fólks um hvar það kýs að búa og starfa. Þá má einnig nefna hvata um ís­lensku­kennslu og að auk­in fjar­kennsla mun fjölga val­mögu­leik­um þeirra sem t.d. vilja hefja ís­lensku­nám óháð bú­setu. Hér er um mik­il­vægt mál að ræða því þannig auk­um við lífs­gæði út um allt land, sem mun nýt­ast bæði at­vinnu­líf­inu og sam­fé­lög­un­um þar.

Spurn­ing­in um aukið sam­starf teng­ist öðrum áleitn­um spurn­ing­um um framtíð há­skól­anna. Höf­um við metnað til að koma þeim í hærri gæðaflokk? Erum við reiðubú­in til að verja aukn­um fjár­mun­um í rann­sókn­ir og vís­indastarf? Get­um við að öðrum kosti virkjað hug­vitið þannig að til verði nýj­ar út­flutn­ings­grein­ar og vel launuð störf?

Svör­in við þess­um spurn­ing­um leiða okk­ur til sömu niður­stöðu. Við för­um þá leið sem önn­ur ríki hafa farið og náð hafa mest­um ár­angri í þróun nýrr­ar þekk­ing­ar og tækni, styðjum við rann­sókn­ir, ný­sköp­un og fjöl­breytni í námi um leið og við fjölg­um val­kost­um til að styrkja sam­keppn­is­hæfni okk­ar við önn­ur lönd.

Morgunblaðið, 16. september 2022.