Húsfyllir á fundi SES með Bjarna Benediktssyni

Vetrarstarf Samtaka eldri sjálfstæðismanna hófst í dag með hádegisfundi þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra var gestur fundarins. Húsfyllir var á fundinum.

Að lokinni framsögu Bjarna áttu sér stað umræður um hin ýmsu mál sem snerta þjóðmálin og ríkisstjórnina þar sem fjölmargir tóku til máls með innlegg og fyrirspurnir til Bjarna. Góður rómur var gerður að stjórnarsamstarfinu og mikil ánægja með störf Bjarna í ríkisstjórn.

Næsti fundur SES fer fram í hádeginu á miðvikudag í næstu viku þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarherra verður gestur.