Þórhallur Harðason ný formaður kjördæmisráðs NV

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri sl. laugardag.

Gestir fundarins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem ávörpuðu fundinn auk Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, alþingismanna flokksins í kjördæminu.

Þórhallur Harðarson var kjörinn formaður kjördæmisráðs í stað Kristins Frímanns Árnasonar sem hafði gegnt formennsku frá 2014. Þórhallur var gjaldkeri kjördæmisráðs 2014-2021.

Auk Þórhalls voru kjörin í stjórn: Almar Marinósson, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Íris Ósk Gísladóttir, Jakob Sigurðsson, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Kristinn Frímann Árnason, Oddný Björk Daníelsdóttir, Ragnar Sigurðsson og Þórunn Sif Harðardóttir.

Í varastjórn voru kjörin: Stefán Friðrik Stefánsson, María H. Marinósdóttir, Jón Orri Guðjónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Valdemar Karl Kristinsson, Kristján Blær Sigurðsson, Fannberg Jensen, Ásgeir Högnason, Hildur Brynjarsdóttir, Jósavin H. Arason, Hjalti Gunnarsson, Karl Indriðason, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, Hafþór Hermannsson og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir.

Stefán Friðrik Stefánsson, María H. Marínósdóttir, Olga Gísladóttir og Anna Alexandersdóttir gáfu ekki áfram kost á sér í aðalstjórn. Stefán Friðrik hefur verið ritari stjórnar nær samfellt í áratug.

Í miðstjórn voru kjörnir Ásgeir Örn Blöndal, Kristinn Frímann Árnason og Ragnar Sigurðsson. Til vara í miðstjórn voru kjörin Þórhallur Jónsson, Harpa Halldórsdóttir og Þórunn Sif Harðardóttir.

Í kjörnefnd voru kjörin: Stefán Friðrik Stefánsson, Ragnar Sigurðsson, Olga Gísladóttir, Kristinn Frímann Árnason, Freyr Antonsson, Finnur Sigurgeirsson, Jóhanna Sigfúsdóttir, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Harpa Halldórsdóttir, Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson, Aníta Pétursdóttir, Íris Ósk Gísladóttir, Sigurður Gunnarsson og Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir.

Til vara voru kjörin María H. Marinósdóttir, Hjalti Gunnarsson og Helena Eydís Ingólfsdóttir. Formaður kjördæmisráðs og formenn fulltrúaráða í kjördæminu eru sjálfkjörnir í kjörnefnd.