Lygi um hábjartan dag

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Það tók nýj­an meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar aðeins þrjá mánuði að valda kjós­end­um von­brigðum og mæl­an­legu tjóni. Vænt­ing­ar fólks um breyt­ing­ar í borg­inni voru að engu hafðar. Lof­orð borg­ar­stjóra um leik­skóla­pláss að loknu fæðing­ar­or­lofi reynd­ust inn­an­tóm lygi um há­bjart­an dag.

Óheiðarleiki og tæki­færis­mennska

Í aðdrag­anda kosn­inga full­yrti borg­ar­stjóri, í hverj­um kapp­ræðunum á fæt­ur öðrum, að öll­um 12 mánaða börn­um yrði tryggt leik­skóla­pláss strax í haust. Aðrir full­trú­ar meiri­hlut­ans tóku í sama streng. Þegar við sjálf­stæðis­menn bent­um á ómögu­leika máls­ins og að áfram þyrfti að vinna að lausn vand­ans vor­um við út­hrópuð af full­trú­um Pírata fyr­ir „óheiðarleika og tæki­færis­mennsku“.

Nú er komið á dag­inn að sjálf­stæðis­menn höfðu á réttu að standa. Eng­an sér­stak­an talna­spek­ing þurfti til að sjá að fyr­ir­hugaðar aðgerðir myndu aldrei leysa fyr­ir­liggj­andi vanda. Inn­an­tóm lof­orð fall­ins meiri­hluta voru sett fram af óheiðarleika og tæki­færis­mennsku í aðdrag­anda kosn­inga. Von­ir og vænt­ing­ar ör­vænt­ing­ar­fullra for­eldra voru hafðar að engu.

3,9 millj­ón­ir á hverja fjöl­skyldu

Viðskiptaráð Íslands birti á dög­un­um grein­ingu á þeim kostnaði sem fell­ur á hverja fjöl­skyldu sem ekki fær leik­skóla­pláss fyr­ir barn sitt við 12 mánaða ald­ur. Gera má ráð fyr­ir því að bið eft­ir leik­skóla­plássi leiði til þess að annað for­eldrið verði utan vinnu­markaðar meðan á biðinni stend­ur. Sé tekið mið af meðallaun­um og meðal­vinnu­stund­um launþega á ald­urs­bil­inu 20-34 ára má reikna með að fórn­ar­kostnaður­inn á hvert heim­ili nemi að meðaltali rúm­um 3,9 millj­ón­um króna í tapaðar launa­tekj­ur. Miðar út­reikn­ing­ur­inn við að biðin eft­ir leik­skóla­rými standi ein­ung­is til 19 mánaða ald­urs, en þó eru fjöl­mörg dæmi um börn sem bíða vel á þriðja ald­ursár eft­ir leik­skóla­rými á borg­ar­rekn­um leik­skól­um.

Breytt­ar áhersl­ur og nýj­ar lausn­ir

Það er þver­póli­tísk­ur vilji til þess að bjóða öll­um 12 mánaða börn­um leik­skóla­pláss í Reykja­vík. Staðreynd­n er hins veg­ar sú að sam­kvæmt ný­legri spá Byggðastofn­un­ar mun börn­um á leik­skóla­aldri fjölga um 37% milli ár­anna 2021 og 2026. Björt­ustu spár borg­ar­inn­ar gera hins veg­ar aðeins ráð fyr­ir 8.385 leik­skóla­pláss­um árið 2026, sem nem­ur aðeins 83% af þörf­inni. Það er því fyr­ir­séð að lausn vand­ans er hvergi í sjón­máli.

Lausn leik­skóla­vand­ans mun ekki liggja fyr­ir nema til komi breytt­ar áhersl­ur og nýj­ar lausn­ir. Við þurf­um skamm­tímaaðgerðir sem viðbragð við bráðavanda – en jafn­framt lang­tíma­lausn­ir til framtíðar. Vand­inn verður ekki leyst­ur án kerf­is­breyt­inga og nýrra lausna sem raun­veru­lega þjóna þörf­um fjöl­skyldna í borg­inni.

Leik­skóla­mál verði for­gangs­mál

For­eldr­ar ungra barna hafa vit­an­lega fengið sig fullsadda á úrræðal­eys­inu. Sann­ar­lega eru mörg sveit­ar­fé­lög í vanda stödd – en hvergi voru gef­in eins umbúðalaust óheiðarleg fyr­ir­heit og í Reykja­vík fyr­ir síðustu kosn­ing­ar.

Það er póli­tísk ákvörðun að gera leik­skóla­mál að for­gangs­mál­um í Reykja­vík. Við þurf­um að horfa heild­stætt á vand­ann og leita nýrra lausna. Við sjálf­stæðis­menn erum reiðubún­ir í sam­talið um raun­hæf­ar aðgerðir og breytt­ar áhersl­ur. Það er kom­inn tími til að kerfið aðlagi sig að þörf­um fjöl­skyld­unn­ar – því fjöl­skyld­an hef­ur um of langa hríð þurft að aðlaga sig að van­mátt­ugu kerfi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. ágúst 2022.