Undirbúa komandi þingvetur

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ásamt starfsfólki fundar í dag og á morgun í félagsheimilinu Þinghamri í Borgarfirði til að undirbúa komandi þingvetur.

Farið er yfir þau mál sem áhersla verður lögð á í þinginu ásamt því að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Fjölmörg mál eru til umræðu og ríkir góð stemning í hópnum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í dag.