Jafnræði og nátttröll
'}}

Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

All­ir, óháð því hvar þeir eru í lit­rófi stjórn­mál­anna, vilja a.m.k. í orði tryggja jafn­ræði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Það geng­ur hins veg­ar mis­jafn­lega að upp­fylla fyr­ir­heit um jafna stöðu allra. Raun­ar hef­ur lög­gjaf­inn gengið þvert á hug­mynd­ir um jafn­ræði með því að byggja und­ir for­skot og sérrétt­indi með lög­um og regl­um.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagði ásamt nokkr­um fé­lög­um sín­um fram frum­varp um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um. Til­gang­ur­inn var og er ein­fald­ur. Ann­ars veg­ar að eyða laga­legri óvissu sem hef­ur skap­ast um vef­versl­un með áfengi og hins veg­ar að tryggja jafn­ræði milli inn­lendra og er­lendra aðila. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er bent á að sam­kvæmt lög­um sé ekki „óheim­ilt að al­menn­ing­ur kaupi áfengi í út­lönd­um og flytji til lands­ins til einka­neyslu“. Sem sagt: Gild­andi lagaum­hverfi ger­ir ís­lensk­um neyt­end­um „kleift að kaupa áfengi að vild frá er­lend­um áfeng­is­versl­un­um, aðallega á net­inu, án þess að skýrt sé að þeim sé heim­ilt að gera slíkt hið sama í inn­lendri vef­versl­un“.

Laga­leg óvissa virðist ríkja um hvort heim­ilt sé að starf­rækja vef­versl­un með áfengi hér á landi vegna einka­leyf­is Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins á smá­sölu áfeng­is. „Frum­varp­inu er ætlað að jafna stöðu inn­lendr­ar og er­lendr­ar versl­un­ar að þessu leyti og und­ir­strika lög­mæti inn­lendr­ar net­versl­un­ar með áfengi.“

„Stór­kost­legt fyr­ir­bæri“

Í viðtali við frétta­stofu rík­is­ins í byrj­un mánaðar sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hins veg­ar að ekk­ert benti til þess að áfeng­issala í gegn­um netið stangaðist á við lög en þó væri ljóst að stjórn­völd þyrftu að skýra lagaum­gjörðina. „Þetta er nú­tím­inn... Og já ég tel að vef­versl­un sé bara stór­kost­legt fyr­ir­bæri og al­mennt enda hef­ur vef­versl­un stór­auk­ist hjá Íslend­ing­um.“ Ráðherra tal­ar þannig skýrt.

Þrátt fyr­ir fyr­ir­heit um að vinna að jafn­ræði fyr­ir­tækja og ein­stak­linga var komið í veg fyr­ir að frum­varp Hild­ar Sverr­is­dótt­ur yrði af­greitt úr nefnd og kæmi til at­kvæðagreiðslu í þingsal. Við at­kvæðagreiðslu hefði komið í ljós hvort sann­fær­ing ligg­ur að baki yf­ir­lýs­ing­um þing­manna og þing­flokka um laga­legt jafn­ræði eða hvort þær eru aðeins til skrauts þegar það þykir henta.

Ekki verður séð hvernig lög­gjaf­inn og rík­is­stjórn­in kom­ast und­an því að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á lög­um í takt við það sem Hild­ur Sverr­is­dótt­ir hef­ur lagt til. Þá er vert að hafa í huga það sem seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps henn­ar: „Fá, ef ein­hver dæmi, má finna í ís­lensk­um lög­um þar sem al­menn­ingi er heim­ilt að kaupa vör­ur af er­lend­um versl­un­um til inn­flutn­ings, en óheim­ilt að kaupa sömu vöru af ís­lenskri versl­un. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag stenst ekki kröf­ur um jafn­ræði og er því nauðsyn­legt að breyta lög­un­um til að tryggja jafn­ræði og sam­keppn­is­hæfni inn­lendr­ar versl­un­ar við þá er­lendu.“

For­rétt­indi ekki jafn­ræði

Vef­versl­un með áfengi er ekki eins­dæmi um hvernig lög­gjaf­inn hef­ur sýnt að oft ligg­ur lítið að baki öllu tali um jafn­ræði. Meiri­hluti þings­ins hef­ur í ára­tugi virt jafn­ræðis­reglu að vett­ugi þegar kem­ur að laga­legri um­gjörð fjöl­miðla. Í stað þess að plægja ak­ur­inn fyr­ir fjöl­breytta flóru fjöl­miðla hef­ur verið lagt of­urkapp á að tryggja for­rétt­indi rík­is­rek­ins fjöl­miðils. Frammi fyr­ir for­rétt­ind­un­um og afli alþjóðlegra stór­fyr­ir­tækja mega sjálf­stæðir ís­lensk­ir fjöl­miðlar sín lít­ils. Frjáls fjöl­miðlun á Íslandi stend­ur höll­um fæti.

Auðvitað segj­ast all­ir stjórn­mála­menn styðja frjálsa fjöl­miðlun en fæst­ir þeirra sjá eða skilja þá mót­sögn sem felst í því að berj­ast fyr­ir sjálf­stæðum fjöl­miðlum og standa vörð um rík­is­rekna miðlun frétta og upp­lýs­inga, sem nýt­ur sér­stakra for­rétt­inda í harðri sam­keppni. Varn­ar­múr­inn sem byggður hef­ur verið um rík­is­rekst­ur fjöl­miðils hef­ur aldrei rofnað og litl­ar lík­ur eru á því að leik­regl­un­um verði breytt á kom­andi árum. Þar munu þing­menn berj­ast gegn tækniþróun framtíðar­inn­ar líkt og á fleiri sviðum.

Þró­un­in tek­ur völd­in

Sem eins kon­ar synda­af­lausn fyr­ir að viðhalda for­rétt­ind­um rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins þar sem jafn­ræðis­regl­an er þver­brot­in hafa stjórn­völd og þing­menn ákveðið að inn­leiða flókið kerfi rík­is­styrkja fyr­ir sjálf­stæða miðla. Með „af­láts­bréf“ upp á vas­ann koma stjórn­mála­menn sér und­an því að jafna stöðu einka­rek­inna og rík­is­rek­inna fjöl­miðla.

Að gagn­rýna rík­is­miðil­inn er eins og kasta vatni á gæs. Gagn­rýn­and­inn er áhrifa­laus enda get­ur hann ekki slitið viðskipta­sam­bandi sínu við rík­is­miðil­inn með því að segja upp „áskrift­inni“ – hætta að greiða út­varps­gjaldið. Og fáir hafa áhuga á því að lenda upp á kant við Efsta­leiti – ekki stjórn­mála­menn, for­ystu­menn í at­vinnu­líf­inu eða lista­menn. Þá er betra að þegja eða jafn­vel taka sér stöðu með lög­vernduðum for­rétt­ind­um rík­is­miðils­ins. Af­leiðing­in er aðhalds­leysi sem hef­ur myndað þjóðfé­lags­legt tóma­rúm um starf­sem­ina í Efsta­leiti sem lif­ir sjálf­stæðu lífi þar sem eng­inn ber ábyrgð gagn­vart þeim sem þvingaðir eru til að greiða millj­arða á hverju ári í rekst­ur­inn.

Tækni­fram­far­ir, breytt­ir versl­un­ar­hætt­ir og ný viðhorf hafa gert ÁTVR og Rík­is­út­varpið að nátttröll­um sam­tím­ans, sem standa enn í skjóli for­rétt­inda þar sem jafn­ræði er að engu haft. Lög­gjaf­inn get­ur valið sér sama hlut­skipti en fyrr eða síðar tek­ur framþró­un­in völd­in.

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 6. júlí 2022.