D-listi í meirihluta í Vogum

D- og E-listi í Sveitarfélaginu Vogum hafa myndað nýjan meirihluta fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní n.k., þar sem kosinn verður forseti bæjarstjórnar ásamt því að kosið verður í nefndir og ráð.

D-listinn bætti við sig fylgi í sveitarfélaginu í vor, fékk 3 fulltrúa í stað 2 áður. E-listinn er með 3 fulltrúa einnig svo meirihlutinn hefur 6 fulltrúa af 7 í sveitarstjórn á bak við sig.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Björn Sæbjörnsson (t.v.) oddvita D-lista og Birgi Örn Ólafsson, oddvita E-lista, handsala samkomulagið.