Kjósum framfarir og festu í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti í Hafnarfirði.

Í kosn­ing­un­um í dag ósk­um við Sjálf­stæðis­menn í Hafnar­f­irði eft­ir því að fá góðan stuðning til áfram­hald­andi for­ystu við stjórn­un bæj­ar­fé­lags­ins. Við erum stolt af ár­angr­in­um sem við höf­um náð á und­an­förn­um árum og lít­um framtíðina í bæn­um björt­um aug­um.

Hafn­ar­fjörður hef­ur blómstrað und­ir okk­ar for­ystu, þjón­ust­an eflst á ýms­um sviðum, íþrótta-, menn­ing­ar- og mann­líf blómstr­ar sem aldrei fyrr og mik­il upp­bygg­ing er í bæn­um hvert sem litið er. Við höf­um lagt áherslu á hrein­an og snyrti­leg­an bæ og skil­virka þjón­ustu. Enda sögðust um 90% bæj­ar­búa vera ánægð með bæ­inn sinn í ný­legri þjón­ustu­könn­un.

Fyr­ir­tæk­in flykkj­ast til Hafn­ar­fjarðar enda hef­ur verið met­sala á at­vinnu­lóðum síðustu miss­eri. Með fyr­ir­tækj­un­um fylgja fjöl­mörg störf og önn­ur um­svif sem bæj­ar­bú­ar njóta. Þá eru íbúðir að þjóta upp í nýj­um hverf­um bæj­ar­ins og ætla má að Hafn­f­irðing­um fjölgi um 7.500 manns á næsta kjör­tíma­bili. Þessi mikla fólks­fjölg­un kall­ar á ný og krefj­andi verk­efni þar sem reyna mun á stjórn­end­ur bæj­ar­ins.

Áfram vel­ferð og blóm­legt mann­líf

Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur gætt hófs í álög­um á bæj­ar­búa og lækkað gjöld á fjöl­skyldu­fólk. Til að koma til móts við hækk­andi fast­eigna­verð hef­ur álagn­ing­arstuðull fast­eigna­gjalda jafn­an verið lækkaður. Hafn­f­irðing­ar geta síður en svo gengið út frá því að svo verði áfram, nema að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fái af­ger­andi stuðning í kosn­ing­un­um. Síðustu ár hafa verið nýtt í að bæta fjár­hags­stöðu bæj­ar­ins og lækka skulda­hlut­föll enda er öfl­ug­ur fjár­hag­ur grunn­ur þess að hægt sé að halda áfram að bæta þjón­ust­una til fjöl­breyttra hópa.

Ég hvet Hafn­f­irðinga til að kjósa áfram ár­ang­ur, vel­ferð, blóm­legt mann­líf og fram­far­ir í Hafnar­f­irði og tryggja Sjálf­stæðis­flokkn­um gott umboð til að vera í for­ystu í næsta meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar. Því er brýnt að Hafn­f­irðing­ar kjósi Sjálf­stæðis­flokk­inn í dag. Hvert at­kvæði skipt­ir máli.

Morgunblaðið, 14. maí. 2022.