Sameiginlegar fórnir til varnar sameiginlegum gildum

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður:

Á dög­un­um óskaði ég eft­ir á Alþingi af­stöðu for­sæt­is­ráðherra fyr­ir hönd ís­lenskra stjórn­valda til aðild­ar­um­sókn­ar Finna og Svía, komi til þess að þjóðirn­ar sæki um aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Það var ánægju­legt að fá staðfest­ingu á því að ís­lensk stjórn­völd myndu styðja slíka um­sókn, en bæði for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra höfðu haldið þeim sjón­ar­miðum á lofti í fjöl­miðlum. Nú sem aldrei fyrr er nefni­lega þörf á full­um stuðningi og sam­stöðu vest­rænna lýðræðis­ríkja. Ekki bara í orði held­ur líka á borði.

Það voru því sár von­brigði að lesa frétta­flutn­ing af því að sum­ar Evr­ópu­sam­bandsþjóðir hefðu notað und­an­tekn­ingu sem sett var í viðskiptaþving­an­ir ESB til þess að selja Rúss­um vopn, þrátt fyr­ir bannið sem var komið á eft­ir inn­limun Rúss­lands á Krímskaga. Þar fóru öfl­ug­ustu for­ystu­rík­in, Þýska­land og Frakk­land, fremst í flokki.

Á sama tíma og for­ystu­menn í Evr­ópu juku við viðskipta- og hags­muna­tengsl við rúss­nesk stjórn­völd og eru ábyrg­ir fyr­ir því að álf­an er háð rúss­neskri orku sjá leiðtoga­ríki ESB Rúss­um fyr­ir her­gögn­um. Svo ræða menn það hér af fullri al­vöru að ganga í ESB vegna ör­ygg­is­hags­muna Íslands!

Við höf­um sjálf rekið okk­ur á skeyt­ing­ar­leysi Evr­ópu­sam­bands­ins. Það var ekki fyr­ir mik­illi sam­stöðu að fara með okk­ur Íslend­ing­um þegar við leituðum til þeirra eft­ir að við urðum sér­stak­lega fyr­ir barðinu á viðskipta­banni Rúss­lands eft­ir inn­limun Krímskag­ans.

Vest­ræn­ar þjóðir og Úkraínu­menn munu ekki sætta sig við annað en fulla sam­stöðu og sam­eig­in­leg­ar fórn­ir til þess að verja sam­eig­in­leg gildi okk­ar: frelsi, mann­rétt­indi og lýðræði.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 30. apríl 2022.