Hlöðuball Sjálfstæðisflokksins – Tryggðu þér miða

Hlöðuball Sjálfstæðisflokksins – tryggðu þér miða

Hlöðuball Sjálfstæðisflokksins verður haldið í reiðhöllinni Víðidal laugardag n.k., 30. apríl. Um er að ræða eitt stærsta kosningapartý sem haldið hefur verið fyrir sveitarstjórnarkosningar fyrr og síðar. Miðasalan er á Tix.is.

Húsið opnar klukkan 20:00 og hefst dagskráin með uppistandi frá Árna Helgasyni áður en Bandmenn taka yfir sviðið og spila fyrir dansi fram á rauða nótt.

Á svæðinu verða frambjóðendur, ráðherrar og þingmenn.

18 ára aldurstakmark.