Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri, er oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslistinn var samþykktur samhljóða á fundi í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ miðvikudaginn 6. apríl.

Júníana Björg Óttarsdóttir, ráðgjafi, skipar annað sætið. Auður Kjartansdóttir, fjármálastjóri, skipar þriðja sætið og Jón Bjarki Jónatansson, sjómaður, skipar fjórða sætið.

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, er bæjarstjóraefni listans.

Framboðslistinn í heild sinni:

 1. Björn Haraldur Hilmarsson útibússtjóri
 2. Júníana Björg Óttarsdóttir ráðgjafi
 3. Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri
 4. Jón Bjarki Jónatansson sjómaður
 5. Eiríkur Böðvar Rúnarsson véltæknifræðingur
 6. Jóhanna Jóhannesdóttir ferðamálafræðingur
 7. Kristgeir Kristinsson sjómaður
 8. Lilja Hrund Jóhannsdóttir matreiðslumeistari
 9. Illugi Jens Jónasson skipstjóri
 10. Þorbjörg Erla Halldórsdóttir lögreglukona
 11. Gunnar Ólafur Sigmarsson framleiðslustjóri
 12. Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir stjórnmálafræðingur
 13. Zekira Crnac húsmóðir
 14. Bárður Guðmundsson útgerðarmaður