S. Guðrún Hauksdóttir, formaður bæjarráðs og stöðvarstjóri, er nýr oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð. Fullskipaður listi var samþykktur fyrr í vikunni á fulltrúaráðsfundi.

Tómas Atli Einarsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, er í öðru sæti. Ólafur Baldursson, rafvirki, er í þriðja sæti og Birna S. Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er í fjórða sæti.

Listinn í heild sinni:

 1. Sigríður Guðrún Hauksdóttir, formaður bæjarráðs og stöðvarstjóri
 2. Tómas Atli Einarsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdarstjóri
 3. Ólafur Baldursson, rafvirki
 4. Birna S. Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 5. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, snyrtifræðingur og háskólanemi
 6. Viktor Freyr Elísson, fjármálasérfræðingur
 7. Guðmundur Gauti Sveinsson, aðstoðar stöðvarstjóri
 8. Sigríður Guðmundsdóttir, ritari
 9. Sandra Finnsdóttir, þjónustufulltrúi og háskólanemi
 10. Ásgeir Frímannsson, útgerðarmaður
 11. Birgitta Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari
 12. Karen Sif Róbertsdóttir, matráður og frístundaleiðbeinandi
 13. Sverrir Mjófjörð Gunnarsson, útgerðarmaður
 14. Ómar Hauksson, eldri borgari