Tökum á vímuefnavandanum í heilbrigðiskerfinu

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Um þess­ar mund­ir bíða hundruð sjúk­linga eft­ir því að kom­ast í meðferð; eft­ir því að fá lífs­nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu. Þessi staða er mót­sögn við þá miklu viðhorfs­breyt­ingu sem hef­ur orðið í sam­fé­lag­inu í þá átt að fíkni­sjúk­dóm­ar eigi að vera meðhöndlaðir inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Um­hverf­is þessa sjúk­linga eru þúsund­ir aðstand­enda sem eru und­ir gíf­ur­legu álagi með til­heyr­andi af­leiðing­um og kostnaði fyr­ir sam­fé­lagið. Og það er ekk­ert net sem gríp­ur þess­ar fjöl­skyld­ur eins og al­gengt er með aðra lang­vinna sjúk­dóma.

Ný­verið birt­ist átak­an­legt viðtal í fjöl­miðlum við ung­an mann og móður hans. Maður­inn hef­ur glímt við vímu­efna­vanda hálfa æv­ina og er einn þeirra fjöl­mörgu sem bíða eft­ir að kom­ast í meðferð. Hann lýs­ir því að hann hafi misst fjóra vini úr of­neyslu frá því í des­em­ber. Á hverju ári lát­ast tug­ir ein­stak­linga vegna of­neyslu lyfja og þar af stór hluti ungt fólk. Hvert ein­asta þess­ara ótíma­bæru dauðsfalla er of mikið og við verðum að grípa til aðgerða.

Fíkni­sjúk­dóm­ar eru lífs­hættu­leg­ir sjúk­dóm­ar og bið fólks í vímu­efna­vanda eft­ir meðferð get­ur verið dauðadóm­ur. Ég hef því, ásamt hópi þing­manna, lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar Alþing­is um viðhlít­andi þjón­ustu vegna vímu­efnafíkn­ar. Með til­lög­unni er heil­brigðisráðherra falið að skipa starfs­hóp sér­fræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlít­andi þjón­ustu vegna fíkn­ar og að hópn­um verði falið að koma með til­lög­ur að úr­bót­um. Það er brýn nauðsyn að hóp­ar vímu­efna­sjúk­linga verði skil­greind­ir svo hægt sé að gera til­lög­ur að úrræðum sem henta hverj­um hópi.

Það ætti að vera al­gjört for­gangs­mál hjá stjórn­völd­um að efla og auka skil­virk­ar for­varn­ir, fræðslu og meðferðarúr­ræði. For­varn­ir og meðhöndl­un fíkni­sjúk­dóma eru besta leiðin til að draga úr vímu­efna­vand­an­um. Með því lát­um við gjörðir fylgja orðum og áhersl­um; með því tök­um við á vímu­efna­vand­an­um inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

Greini birtist í Morgunblaðinu 2. apríl 2022.