Sterk staða en viðkvæm

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Það er í eðli sumra að sjá aðeins hið nei­kvæða og neita að viður­kenna hið já­kvæða. Svo eru alltaf ein­hverj­ir sem telja það þjóna póli­tísk­um mark­miðum að mála flest dökk­um lit­um. Þess vegna er þeim þvert um geð að dregn­ar séu fram tölu­leg­ar staðreynd­ir sem kynda illa und­ir þann böl­móð sem þykir henta til að fella póli­tísk­ar keil­ur.

Þvert á það sem reikna hefði mátt með standa ís­lensk heim­ili sterkt eft­ir að hafa siglt í gegn­um erfitt tíma­bil Covid-far­ald­urs­ins:

Hag­stof­an áætl­ar að ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna hafi auk­ist um 7,5% árið 2021. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur á mann juk­ust um 5,6%.

Kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna á mann jókst um um 1,1%.

Kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna á mann hef­ur hækkað um þriðjung frá ár­inu 2013.

Heild­ar­tekj­ur heim­il­anna juk­ust um 8,6% á síðasta ári – þyngst vega launa­tekj­ur sem áætlað er að hafi auk­ist um ríf­lega 155 millj­arða frá fyrra ári eða um tæp­lega 10%. Aukn­ing launa­tekna skýrist bæði af launa­hækk­un­um og minnk­andi at­vinnu­leysi. Að meðaltali hækkuðu laun um 8,3% sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar. Starf­andi ein­stak­ling­um fjölgaði um 2,1%.

Um 4% heim­ila áttu erfitt með að láta enda ná sam­an á síðasta ári, borið sam­an við 6% árið á und­an. 21% átti nokkuð erfitt sem er lækk­un frá fyrra ári. Aldrei hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem átti erfitt eða nokkuð erfitt verið lægra.

75% heim­ila áttu auðvelt með að láta enda ná sam­an. Árið 2013 var hlut­fallið inn­an við 50%.

Van­skil heim­ila eru lít­il og hafa farið lækk­andi að því er kem­ur fram í nýj­asta hefti Fjár­mála­stöðug­leika Seðlabank­ans. Van­skila­hlut­fall út­lána viðskipta­bank­anna til heim­ila var 0,9% í lok árs 2021 og hafði lækkað um 1 pró­sentu frá því heims­far­ald­ur­inn hófst. Van­skila­töl­urn­ar benda því ekki til vax­andi greiðslu­vanda, en Seðlabank­inn bend­ir á að hlut­fallið sé mjög lágt bæði í sögu­legu sam­hengi og í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, en í lok þriðja árs­fjórðungs á síðasta ári var það að meðaltali 2,5% í Evr­ópu.

Lífs­kjör aldrei betri

Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unn­ar sem kynnt var í síðustu viku leiðir í ljós að lífs­kjör hér á landi hafa aldrei verið betri. Hlut­fall heim­ila sem segj­ast búa við efn­is­leg­an skort er ná­lægt sögu­legu lág­marki og aldrei hafa færri heim­ili sagst eiga í erfiðleik­um með að mæta óvænt­um út­gjöld­um. En það er áhyggju­efni að þrátt fyr­ir að hlut­fall leigj­enda sem seg­ist búa við efn­is­leg­an skort hafi lækkað á unda­förn­um árum, er það miklu hærra en hjá þeim sem búa í eig­in hús­næði; 10,9% á móti 2,4%. Árið 2011 töldu liðlega 18% leigj­enda sig búa við skort á efn­is­leg­um gæðum.

Það er sam­eig­in­legt af­rek stjórn­valda, launa­fólks og fyr­ir­tækja að sigla í gegn­um efna­hags­leg­ar þreng­ing­ar sem fylgju far­aldr­in­um síðustu tvö ár með þeim hætti sem gert var; auk­inn kaup­mátt­ur, minni van­skil, betri lífs­kjör og sterk­ari staða heim­il­anna þegar á heild­ina er litið.

Árang­ur­inn á síðustu árum hef­ur ekki verið sjálf­gef­inn. Stærsta áskor­un­in á kom­andi miss­er­um er að varðveita það sem á hef­ur unn­ist en um leið vinna að því að létta und­ir með þeim sem lak­ast standa. Inn­rás­in í Úkraínu hef­ur nei­kvæð áhrif á ís­lenskt efna­hags­líf og af­leiðing­ar Covid á heimsviðskipt­in eru enn að koma fram. Verðbólguþrýst­ing­ur er mik­ill hér á landi líkt og í öll­um viðskipta­lönd­um okk­ar þar sem hann er jafn­vel mun meiri.

Full­komið ábyrgðarleysi

Öllum má vera ljóst að tíma­bil stöðugt batn­andi lífs­kjara er að baki og það mun reyna á stjórn­völd og aðila vinnu­markaðar­ins að verja lífs­kjör­in sem hafa ekki verið betri. Inni­stæða fyr­ir al­menn­um launa­hækk­un­um er ekki fyr­ir hendi á næstu miss­er­um. Stjórn­mála­menn verða að setja hug­mynd­ir sín­ar um sí­fellt auk­in út­gjöld rík­is­ins niður í skúffu. Ýmis drauma­verk­efni verða að bíða. Tími aðhalds í op­in­ber­um rekstri er runn­inn upp. Tak­ist vel til á vinnu­markaði og í op­in­ber­um fjár­mál­um eru all­ar for­send­ur fyr­ir því að hægt sé að hefja nýja sókn til enn betri lífs­kjara þegar halla fer á kom­andi ár.

Íslensk­ur efna­hag­ur stend­ur sterkt eft­ir ágjöf síðustu miss­era. En um leið og eng­in ástæða er til að mála skratt­ann á vegg­inn væri það dómgrein­ar­leysi að virða að vett­ugi þau viðvör­un­ar­ljós sem blikka í alþjóðleg­um efna­hags­mál­um. Gam­all fjandi okk­ar Íslend­inga – verðbólg­an – hef­ur minnt á sig. Og þótt heim­il­in standi sterkt eru vís­bend­ing­ar um vax­andi áhættu vegna skuld­setn­ing­ar, þar sem hlut­fall skulda af ráðstöf­un­ar­tekj­um hef­ur hækkað nokkuð. Hlut­fallið er þó lágt í sögu­legu sam­hengi. Sú hætta er fyr­ir hendi að þau heim­ili sem eru illa var­in fyr­ir verðbólgu og hækk­un nafn­vaxta – eru með stór­an hluta skuld­bind­inga í breyti­leg­um óverðtryggðum lán­um – lendi í tíma­bundn­um erfiðleik­um.

En þótt staðan sé góð er hún á marg­an hátt viðkvæm. Fram und­an eru mik­il­væg­ir en lík­lega erfiðir kjara­samn­ing­ar, sem geta lagt grunn að nýju tíma­bili stöðugt batn­andi lífs­kjara. Við slík­ar aðstæður er það full­komið ábyrgðarleysi af stjórn­um fyr­ir­tækja að semja um millj­óna hækk­an­ir á laun­um æðstu stjórn­enda – engu skipt­ir þótt þeir séu þyngd­ar sinn­ar virði í gulli. Það er stund og staður til að gera vel við þá sem mestu ábyrgðina bera. Sem bet­ur fer hafa flest­ir stjórn­end­ur áttað sig á þessu enda hafa laun þeirra hækkað minna en laun al­mennra launa­manna á síðustu árum. En und­an­tekn­ing­arn­ar eru hróp­andi jafnt á al­menn­um vinnu­markaði og hjá rík­inu. Við samn­inga­borðið, and­spæn­is full­trú­um launa­fólks, er trú­verðug­leiki stjórn­enda sem notið hafa millj­óna launa­hækk­ana lít­ill sem eng­inn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. mars 2022.