Baldur Smári Einarsson er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga en listinn var nýlega samþykktur.

Önnur er Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, þriðji er Kristján Jón Guðmundsson, viðskiptafræðingur, fjórða er Kristín Ósk Jónsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og í fimmta sæti listans er Anna Magdalena Preisner, þjónustufulltrúi. Bæjarstjóraefni listans er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Framboðslisti í heild sinni:

  1. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Kristján Jón Guðmundsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
  4. Kristín Ósk Jónsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og bæjarfulltrúi
  5. Anna Magdalena Preisner, þjónustufulltrúi
  6. Þorbergur Haraldsson, kerfisstjóri
  7. Trausti Salvar Kristjánsson, verkefnastjóri
  8. Hulda Birna Albertsdóttir, deildarstjóri á Náttúrustofu Vestfjarða
  9. Karitas S Ingimarsdóttir, sviðsstjóri íþrótta- og heilsueflingar
  10. Rúna Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur
  11. Helga Svandís Helgadóttir, kennari og nemi í landslagsarkitektúr
  12. Hafþór Gunnarsson, pípulagningameistari
  13. Helena Hrund Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  14. Jón Guðni Pétursson, skipstjóri